Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 10:00 Ólöf Helga og Berglind voru sérfræðingar gærkvöldsins í Körfuboltakvöldi. Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka. „Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58