Að sögn lögreglu er talið að ljósmyndin sé tekin í Keflavík en vonast hún til að finna nánari staðsetningu.
„Við áttum okkur á að þessi mynd sýnir ekki mikið en fyrir þá sem þekkja til þá mega þeir endilega senda okkur skilaboð eða tölvupóst,“ segir í óvenjulegri færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Uppfært klukkan 22:05: Lögreglan hefur fundið vettvanginn.