Klopp mun ræða sérstaklega við Sadio Mane um atvikið eftir United leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 15:30 Augun verða á þeim Jürgen Klopp og Sadio Mane í síðustu leikjum tímabilsins. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk óvenju kuldaleg viðbrögð frá Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester United og fjölmiðlar hafa smjattað mikið á því síðan. Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti