Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 29-27 | Akureyringar nánast öruggir í úrslitakeppnina Ester Ósk Árnadóttir skrifar 16. maí 2021 17:00 KA vann frábæran tveggja marka sigur á ÍBV í dag. Vísir/Elín Björg KA vann góðan tveggja marka sigur á ÍBV í dag og hefur svo gott sem tryggt sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Lokatölur á Akureyri 29-27 KA í vil. Fyrri hálfleikur var virkilega fjörugur og ljóst að það væri mikið undir báðum meginn. Jafnt var á flestum tölum fram að 7-7. Á tíundu mínútu leiksins fer Daði Jónsson leikmaður KA í andlitið á Fannari Þór Friðgeirsson og uppskar rautt spjald. Það setti KA menn hins vegar bara í næsta gír sem náðu í kjölfarið góðum góðum kafla, þar sem mest munaði fimm mörkum á liðunum, 14-9. Leikurinn hins vegar sveiflukenndur og söxuðu gestirnir hægt og rólega á forskot KA manna með Sveinn José Rivera inn á línunni í forsvari en hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum á þessum kafla. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 17-15 fyrir heimamönnum. Seinni hálfleikur var ekki síðri en sá fyrri. Það sem einkenndi fyrri hálfleikinn var frábær sóknarleikur frá báðum liðum. Seinni hálfleikur var öfugt farið en þá sýndu bæði lið frábæra varnartakta og markmennirnir að taka mikilvæga bolta. KA menn leiddu stóra hlutann af seinni hálfleiknum en þó aldrei með meira en tveimur mörkum. Þegar um þrjár mínútur lifðu leiks komst ÍBV yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik. Þá ákvað Nicholas í marki KA að loka á allt sem kom að marki og varði síðustu þrjú skot ÍBV manna og hinum meginn á vellinum skoraði Einar Birgir síðustu þrjú mörk leiksins. Niðurstaðan tveggja marka sigur KA manna sem fara langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Af hverju vann KA? Leikurinn var í járnum allan leikinn og í raun gat allt gerst. Í þannig leikjum þarf alltaf einhver að stíga upp og það ákvað Nicholas í marki KA að gera. Hann varði síðustu þrjú skot ÍBV manna og gerði sigurvonir þeirra að engu. Einar Birgir sá svo um markaskorunina mikilvægu á loka mínútunum en hann skoraði síðustu þrjú mörk leiksins fyrir KA menn. Hverjir stóðu upp úr? Árni Bragi var eins og oft áður frábær fyrir KA með 9 mörk úr 15 skotum. Nicholas var frábær í marki KA með 16 skot þar af þrjú á lokakaflanum sem gerði það að verkum að KA sigraði í dag. Einar Birgir brást ekki bogalistinn inn á línunni þegar á reyndi með síðustu þrjú mörk KA. Theódór var markahæstur í liði ÍBV með 6 mörk. Þá gerði Petar KA mönnum oft lífið leitt með góðri markvörslu en hann varði 14 skot. Heilt yfir frábær leikur og margir leikmenn í beggja vegna sem áttu góðan leik. Hvað gekk illa? Það er tvíþætt. Í fyrri hálfleik gekk varnarleikurinn illa hjá báðum liðum en 32 mörk voru skoruð samanlagt. Í seinni hálfleik var sóknarleikurinn stirður hjá báðum liðum en varnarleikur og markvarsla til fyrirmyndar. Hvað gerist næst? Það er stutt á milli hjá heimamönnum en þeir spila sinn þriðja leik á stuttum tíma eftir fjóra daga þegar þeir fá FH í heimsókn. ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn næstu helgi. Jónatan Magnússon: Það var úrslitakeppnisbragur af þessum leik Jónatan var sáttur með sigur sinna manna í dag.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög sáttur. Mér fannst þetta vera frábær leikur. Það var úrslitakeppnisbragur af þessum leik en það hefur einmitt verið markmiðið okkar að ná inn í þá keppni. Mér fannst þetta góður leikur og ég er mjög ánægður með mína menn,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sigur á ÍBV í KA heimilinu í dag. „Vörn og markvarsla var góð á tímabili og það sama á við sóknarleikinn. Mér fannst vera mikill harka í leiknum. Bæði lið fengu kafla þar sem mómentið var með þeim.“ Allt var í járnum fram á síðustu mínútuna í leiknum. „Mér fannst við þurfa að hafa kaldann haus í lokinn þar sem allt var jafnt. Í svoleiðis leikjum í vetur höfum við verið mjög góðir og með hugrekki. Í lokinn fannst mér við vera að missa mómentið og tókum þá séns á að fara í 7 á 6. Það var hökt á tímabili í sókninni hjá okkur, erfitt að finna færi en þetta 7 á 6 gaf okkur aðeins. Nicholas í markinu var frábær, tók frábærar vörslur í lokinn sem að skipti sköpum. Þannig heilt yfir er ég bara ánægður með frammistöðuna, fólkið í húsinu var líka frábært og það hjálpaði okkur. Ég get ímyndað mér að það hafi verið mjög gaman að horfa á þennan leik. Ánægður að hafa náð í þessa tvo punkta, við þurfum að halda áfram því okkur langar að fara í úrslitakeppnina.“ Það er stutt á milli leikja hjá KA þar sem þeir spiluðu ekki í landsleikja pásunni. „Maður er sneggri að ná sér upp eftir sigurleiki. Við ákváðum að taka þessa pásu og við stöndum og föllum með því. Við fögnum þessum sigri en síðan þurfum við bara að endurstilla okkur fyrir næsta leik.“ KA er komið langleiðina í úrslitakeppnina með sigri í dag. „Þessi deild er gríðarlega jöfn þannig maður getur eiginlega ekki verið að horfa upp eða niður. Þetta er bara næsti leikur. Við náðum í stig á móti Aftureldingu og svo góðan sigur í dag. Nú þurfum við að mæta í FH leikinn óháð hvað önnur lið eru að gera.“ Kristinn: Getum engum um kennt nema okkur sjálfum Kristinn Guðmundsson.Vísir/Bára „Þetta var hörku leikur og gat fallið hvernig sem er. Við notum ekki tækifærin í restina og þá tapar maður svona leik,“ sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir naumt tap á móti KA í KA heimilinu í dag. „Við áttum í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn í byrjun og það hefur svo sem verið okkar vandamál í síðustu leikjum en löguðum það þegar leið á. Við náum svo ágætis takti. Við rúllum fínt á hópnum, 15 leikmenn spiluðu leikinn. Það virðist ætla að ganga að nota hópinn vel. Okkur vantar þéttleika á tímabili varnarlega. Við erum í erfiðleikum með að nýta færi og halda floti á bolta sóknarlega. Í svona leik er margt sem hægt er að laga en svo er líka margt sem er gott í þessum leik. Það voru allir að berjast eins og ljón. Í svona jöfnum leik verður maður að taka sénsana sína sem við höfðum en getum engum um kennt nema okkur sjálfum.“ „Við þurfum að berjast saman í þessu. Í dag spilar einhver mikið og annar lítið og svo getur það breyst í næsta leik. Við erum bara eins og flest önnur lið. Við þurfum að elta Haukana þegar kemur að breidd leikmanna og elta getuna þeirra. Margt gott í þessu í dag en leiðinlegt að tapa.“ Kristinn var ánægður með að vera öruggur í úrslitakeppnina og telur það ekki skipta máli hvar menn enda héðan af. „Þetta er náttúrulega Evrópukeppnis útgáfa, heima og úti og það held ég skipti engu máli á hvorum staðnum maður byrjar. Mér er slétt sama hvar við endum í rauninni þar sem við erum öryggir í úrslitakeppnina. Þá erum við búnir að ná fyrsta markmiði. Næsta markmið er að vinna Aftureldingu en hvar við endum í töflunni skiptir held ég engu máli. Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að vinna öll hin liðin. Haukarnir eru veðhlaupahesturinn sem þú verður að elta, þeir eru langbestir. Ef við mætum þeim í fyrstu umferð þá gerist það bara, þetta er bara algjört lottó.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA ÍBV Handbolti Íslenski handboltinn
KA vann góðan tveggja marka sigur á ÍBV í dag og hefur svo gott sem tryggt sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Lokatölur á Akureyri 29-27 KA í vil. Fyrri hálfleikur var virkilega fjörugur og ljóst að það væri mikið undir báðum meginn. Jafnt var á flestum tölum fram að 7-7. Á tíundu mínútu leiksins fer Daði Jónsson leikmaður KA í andlitið á Fannari Þór Friðgeirsson og uppskar rautt spjald. Það setti KA menn hins vegar bara í næsta gír sem náðu í kjölfarið góðum góðum kafla, þar sem mest munaði fimm mörkum á liðunum, 14-9. Leikurinn hins vegar sveiflukenndur og söxuðu gestirnir hægt og rólega á forskot KA manna með Sveinn José Rivera inn á línunni í forsvari en hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum á þessum kafla. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 17-15 fyrir heimamönnum. Seinni hálfleikur var ekki síðri en sá fyrri. Það sem einkenndi fyrri hálfleikinn var frábær sóknarleikur frá báðum liðum. Seinni hálfleikur var öfugt farið en þá sýndu bæði lið frábæra varnartakta og markmennirnir að taka mikilvæga bolta. KA menn leiddu stóra hlutann af seinni hálfleiknum en þó aldrei með meira en tveimur mörkum. Þegar um þrjár mínútur lifðu leiks komst ÍBV yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik. Þá ákvað Nicholas í marki KA að loka á allt sem kom að marki og varði síðustu þrjú skot ÍBV manna og hinum meginn á vellinum skoraði Einar Birgir síðustu þrjú mörk leiksins. Niðurstaðan tveggja marka sigur KA manna sem fara langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Af hverju vann KA? Leikurinn var í járnum allan leikinn og í raun gat allt gerst. Í þannig leikjum þarf alltaf einhver að stíga upp og það ákvað Nicholas í marki KA að gera. Hann varði síðustu þrjú skot ÍBV manna og gerði sigurvonir þeirra að engu. Einar Birgir sá svo um markaskorunina mikilvægu á loka mínútunum en hann skoraði síðustu þrjú mörk leiksins fyrir KA menn. Hverjir stóðu upp úr? Árni Bragi var eins og oft áður frábær fyrir KA með 9 mörk úr 15 skotum. Nicholas var frábær í marki KA með 16 skot þar af þrjú á lokakaflanum sem gerði það að verkum að KA sigraði í dag. Einar Birgir brást ekki bogalistinn inn á línunni þegar á reyndi með síðustu þrjú mörk KA. Theódór var markahæstur í liði ÍBV með 6 mörk. Þá gerði Petar KA mönnum oft lífið leitt með góðri markvörslu en hann varði 14 skot. Heilt yfir frábær leikur og margir leikmenn í beggja vegna sem áttu góðan leik. Hvað gekk illa? Það er tvíþætt. Í fyrri hálfleik gekk varnarleikurinn illa hjá báðum liðum en 32 mörk voru skoruð samanlagt. Í seinni hálfleik var sóknarleikurinn stirður hjá báðum liðum en varnarleikur og markvarsla til fyrirmyndar. Hvað gerist næst? Það er stutt á milli hjá heimamönnum en þeir spila sinn þriðja leik á stuttum tíma eftir fjóra daga þegar þeir fá FH í heimsókn. ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn næstu helgi. Jónatan Magnússon: Það var úrslitakeppnisbragur af þessum leik Jónatan var sáttur með sigur sinna manna í dag.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög sáttur. Mér fannst þetta vera frábær leikur. Það var úrslitakeppnisbragur af þessum leik en það hefur einmitt verið markmiðið okkar að ná inn í þá keppni. Mér fannst þetta góður leikur og ég er mjög ánægður með mína menn,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sigur á ÍBV í KA heimilinu í dag. „Vörn og markvarsla var góð á tímabili og það sama á við sóknarleikinn. Mér fannst vera mikill harka í leiknum. Bæði lið fengu kafla þar sem mómentið var með þeim.“ Allt var í járnum fram á síðustu mínútuna í leiknum. „Mér fannst við þurfa að hafa kaldann haus í lokinn þar sem allt var jafnt. Í svoleiðis leikjum í vetur höfum við verið mjög góðir og með hugrekki. Í lokinn fannst mér við vera að missa mómentið og tókum þá séns á að fara í 7 á 6. Það var hökt á tímabili í sókninni hjá okkur, erfitt að finna færi en þetta 7 á 6 gaf okkur aðeins. Nicholas í markinu var frábær, tók frábærar vörslur í lokinn sem að skipti sköpum. Þannig heilt yfir er ég bara ánægður með frammistöðuna, fólkið í húsinu var líka frábært og það hjálpaði okkur. Ég get ímyndað mér að það hafi verið mjög gaman að horfa á þennan leik. Ánægður að hafa náð í þessa tvo punkta, við þurfum að halda áfram því okkur langar að fara í úrslitakeppnina.“ Það er stutt á milli leikja hjá KA þar sem þeir spiluðu ekki í landsleikja pásunni. „Maður er sneggri að ná sér upp eftir sigurleiki. Við ákváðum að taka þessa pásu og við stöndum og föllum með því. Við fögnum þessum sigri en síðan þurfum við bara að endurstilla okkur fyrir næsta leik.“ KA er komið langleiðina í úrslitakeppnina með sigri í dag. „Þessi deild er gríðarlega jöfn þannig maður getur eiginlega ekki verið að horfa upp eða niður. Þetta er bara næsti leikur. Við náðum í stig á móti Aftureldingu og svo góðan sigur í dag. Nú þurfum við að mæta í FH leikinn óháð hvað önnur lið eru að gera.“ Kristinn: Getum engum um kennt nema okkur sjálfum Kristinn Guðmundsson.Vísir/Bára „Þetta var hörku leikur og gat fallið hvernig sem er. Við notum ekki tækifærin í restina og þá tapar maður svona leik,“ sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir naumt tap á móti KA í KA heimilinu í dag. „Við áttum í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn í byrjun og það hefur svo sem verið okkar vandamál í síðustu leikjum en löguðum það þegar leið á. Við náum svo ágætis takti. Við rúllum fínt á hópnum, 15 leikmenn spiluðu leikinn. Það virðist ætla að ganga að nota hópinn vel. Okkur vantar þéttleika á tímabili varnarlega. Við erum í erfiðleikum með að nýta færi og halda floti á bolta sóknarlega. Í svona leik er margt sem hægt er að laga en svo er líka margt sem er gott í þessum leik. Það voru allir að berjast eins og ljón. Í svona jöfnum leik verður maður að taka sénsana sína sem við höfðum en getum engum um kennt nema okkur sjálfum.“ „Við þurfum að berjast saman í þessu. Í dag spilar einhver mikið og annar lítið og svo getur það breyst í næsta leik. Við erum bara eins og flest önnur lið. Við þurfum að elta Haukana þegar kemur að breidd leikmanna og elta getuna þeirra. Margt gott í þessu í dag en leiðinlegt að tapa.“ Kristinn var ánægður með að vera öruggur í úrslitakeppnina og telur það ekki skipta máli hvar menn enda héðan af. „Þetta er náttúrulega Evrópukeppnis útgáfa, heima og úti og það held ég skipti engu máli á hvorum staðnum maður byrjar. Mér er slétt sama hvar við endum í rauninni þar sem við erum öryggir í úrslitakeppnina. Þá erum við búnir að ná fyrsta markmiði. Næsta markmið er að vinna Aftureldingu en hvar við endum í töflunni skiptir held ég engu máli. Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að vinna öll hin liðin. Haukarnir eru veðhlaupahesturinn sem þú verður að elta, þeir eru langbestir. Ef við mætum þeim í fyrstu umferð þá gerist það bara, þetta er bara algjört lottó.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti