Höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 23:01 Klopp var mjög sáttur með frammistöðu Roberto Firmino í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Jurgen Klopp var eðlilega sáttur með sigur sinna manna á Old Trafford í kvöld. Hann sagði sigurinn hafa verið það sem liðið þurfti á að halda. Leiknum lauk með 4-2 sigri Liverpool og var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Manchester United síðan 2014. „Þetta var einmitt það sem við þurftum. Við erum undir mikilli pressu og þurfum að vinna leiki til að eiga möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Við komum hingað og mættum lið sem hefur gengið frábærlega undanfarið,“ sagði Klopp eftir leik. „Þetta var erfiður leikur og við byrjuðum ekki vel. Við áttum erfitt með að verjast á vængjunum, þeir tvöfölduðu á okkur þar og það tók okkur tíma að venjast því. Þegar við náðum því þá vorum við komnir með yfirhöndina og skoruðum tvívegis. Allir vita að þetta Man United er venjulega betra í síðari hálfleik á þessari leiktíð. Þeim tekst að snúa leikjum sér í hag en við komum í veg fyrir það í kvöld.“ „Við spiluðum vel í upphafi síðari hálfleiks og skoruðum þriðja markið, síðan var þetta opinn leikur. Það verður mikil spenna þegar eitt lið er að verjast og hitt er að reyna komast inn í leikinn á nýjan leik. Fjórða markið var frábært, mjög vel gert hjá Curtis Jones.“ „Við höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Klopp um þá staðreynd að Liverpool hafi ekki unnið á Old Trafford síðan 2014. „Við eigum erfiða leiki framundan. West Brom mæta án allra pressu sem getur gert leikina undarlega og Burnley með stuðningsfólk í stúkunni verður erfiður leikur. Svo sjáum við til hvað við þurfum að gera gegn Crystal Palace. Við verðum að vinna alla þessa leiki. Það er ástæðan fyrir því að jafntefli gegn liðum eins og Newcastle United og Leeds United voru eins og að við hefðum tapað leikjunum.“ Klopp á hliðarlínunni í kvöld.EPA-EFE/Peter Powell „Við erum í stöðu þar sem örlögin okkar varðandi Meistaradeild Evrópu eru í okkar höndum. Fyrir tveimur eða þremur árum var það líf okkar,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
„Þetta var einmitt það sem við þurftum. Við erum undir mikilli pressu og þurfum að vinna leiki til að eiga möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Við komum hingað og mættum lið sem hefur gengið frábærlega undanfarið,“ sagði Klopp eftir leik. „Þetta var erfiður leikur og við byrjuðum ekki vel. Við áttum erfitt með að verjast á vængjunum, þeir tvöfölduðu á okkur þar og það tók okkur tíma að venjast því. Þegar við náðum því þá vorum við komnir með yfirhöndina og skoruðum tvívegis. Allir vita að þetta Man United er venjulega betra í síðari hálfleik á þessari leiktíð. Þeim tekst að snúa leikjum sér í hag en við komum í veg fyrir það í kvöld.“ „Við spiluðum vel í upphafi síðari hálfleiks og skoruðum þriðja markið, síðan var þetta opinn leikur. Það verður mikil spenna þegar eitt lið er að verjast og hitt er að reyna komast inn í leikinn á nýjan leik. Fjórða markið var frábært, mjög vel gert hjá Curtis Jones.“ „Við höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Klopp um þá staðreynd að Liverpool hafi ekki unnið á Old Trafford síðan 2014. „Við eigum erfiða leiki framundan. West Brom mæta án allra pressu sem getur gert leikina undarlega og Burnley með stuðningsfólk í stúkunni verður erfiður leikur. Svo sjáum við til hvað við þurfum að gera gegn Crystal Palace. Við verðum að vinna alla þessa leiki. Það er ástæðan fyrir því að jafntefli gegn liðum eins og Newcastle United og Leeds United voru eins og að við hefðum tapað leikjunum.“ Klopp á hliðarlínunni í kvöld.EPA-EFE/Peter Powell „Við erum í stöðu þar sem örlögin okkar varðandi Meistaradeild Evrópu eru í okkar höndum. Fyrir tveimur eða þremur árum var það líf okkar,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira