Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2021 22:00 Sindri Snær Magnússon og Árni Snær Ólafsson fóru báðir á spítala í kvöld. vísir/hag og bára Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira