Morten Beck upp á Skaga, Arnar Sveinn í Fylki, Ólöf Sigríður í Þrótt á láni | Fjöldi félagaskipta í gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 17:00 Arnar Sveinn Geirsson hefur samið við Fylki. Hér er hann í leik með Blikum. Vísir/Vilhelm Það var nóg um að vera í gærkvöld er knattspyrnulið landsins gerðu hvað þau gátu til að sækja leikmenn skömmu fyrir gluggalok. Félagaskiptaglugginn hér á landi lokaði nefnilega á miðnætti. Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti