Morten Beck upp á Skaga, Arnar Sveinn í Fylki, Ólöf Sigríður í Þrótt á láni | Fjöldi félagaskipta í gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 17:00 Arnar Sveinn Geirsson hefur samið við Fylki. Hér er hann í leik með Blikum. Vísir/Vilhelm Það var nóg um að vera í gærkvöld er knattspyrnulið landsins gerðu hvað þau gátu til að sækja leikmenn skömmu fyrir gluggalok. Félagaskiptaglugginn hér á landi lokaði nefnilega á miðnætti. Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn