Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2021 13:28 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að samtökin áætli að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi. Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja. Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni. Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni.
Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira