Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 12:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjarkleysi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuleysi. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi. Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi.
Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira