Röntgen tekur við Vagninum á Flateyri í sumar Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 10:40 Frá vinstri: Hlynur Helgi Hallgrímsson, Geir Magnússon, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Sindri Páll Kjartansson, Ásgeir Guðmundsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Geir, Sindri og Ragnheiður eru eigendur Vagnsins. Röntgen Eigendur krárinnar Röntgen á Hverfisgötu taka við rekstri Vagnsins á Flateyri í júní og stefna á mikið og reglulegt skemmtanahald í sumar. Vagninn er ein rótgrónasta krá landsins, hefur verið rekin frá níunda áratugnum, og hefur frá 2017 verið í eigu hóps af kvikmyndamönnum. Vagninn verður áfram Vagninn, en verður eins konar útibú Röntgen-manna. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen, segir í samtali við Vísi að stemningin verði rugluð á Vestfjörðum í sumar. „Ég hef lengi heillast af stemningunni á Vagninum og Flateyri og í raun öllu þessu landsvæði almennt. Fyrir utan að vera fallegasta svæði landsins er orkan á Vestfjörðum algjörlega ólýsanleg og það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæðinu. Við hræðumst ekki að taka þátt í rekstri á veitinga- og skemmtistað í þorpi sem telur formlega um 200 íbúa, því ég veit að stemningin á eftir að verða algjörlega kynngimögnuð,“ segir Steinþór. Planið er tónlist, viðburðir og tapas og pinchos að spænskum sið. Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar og svo framvegis. Þá segir Steinþór að eftirvænting ríki vegna umsjónar veitingarstaðarins, sem verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú. Munu þau töfra fram mikilfenglegan tapas/pintxos að spænskum sið en auk þess verður lögð áhersla á spænskt léttvín, cava, sangríur og fleira gúmmelaði. Bókanir eru þegar hafnar á listamönnum. „Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn, Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies og svona mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu. Ísafjarðarbær Veitingastaðir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Vagninn er ein rótgrónasta krá landsins, hefur verið rekin frá níunda áratugnum, og hefur frá 2017 verið í eigu hóps af kvikmyndamönnum. Vagninn verður áfram Vagninn, en verður eins konar útibú Röntgen-manna. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen, segir í samtali við Vísi að stemningin verði rugluð á Vestfjörðum í sumar. „Ég hef lengi heillast af stemningunni á Vagninum og Flateyri og í raun öllu þessu landsvæði almennt. Fyrir utan að vera fallegasta svæði landsins er orkan á Vestfjörðum algjörlega ólýsanleg og það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæðinu. Við hræðumst ekki að taka þátt í rekstri á veitinga- og skemmtistað í þorpi sem telur formlega um 200 íbúa, því ég veit að stemningin á eftir að verða algjörlega kynngimögnuð,“ segir Steinþór. Planið er tónlist, viðburðir og tapas og pinchos að spænskum sið. Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar og svo framvegis. Þá segir Steinþór að eftirvænting ríki vegna umsjónar veitingarstaðarins, sem verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú. Munu þau töfra fram mikilfenglegan tapas/pintxos að spænskum sið en auk þess verður lögð áhersla á spænskt léttvín, cava, sangríur og fleira gúmmelaði. Bókanir eru þegar hafnar á listamönnum. „Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn, Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies og svona mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu.
Ísafjarðarbær Veitingastaðir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira