Miðvörður Englandsmeistara Man. City skiptir um landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 10:30 Aymeric Laporte hefur bara spilað með Manchester City frá því í janúar 2018 en varð samt enskur meistari í þriðja sinn í gærkvöldi. EPA-EFE/ANDY RAIN Aymeric Laporte varð í gær enskur meistari með Manchester City í þriðja sinn á fjórum tímabilum. Hann fékk líka góðar fréttir fyrir sumarið. Laporte er kominn með spænskt vegabréf og getur því spilað með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, fékk spænska knattspyrnusambandið til að kanna möguleikana á því að Laporte gæti spilað með spænska landsliðinu. Leikmaðurinn sjálfur gaf grænt ljós á það og spænska sambandið fékk það síðan í gegn að þessi 26 ára miðvörður fengi spænsk vegabréf á stuttum tíma. Aymeric Laporte will reportedly represent Spain at Euro 2020 this summer following a personal request from La Roja boss Luis Enrique https://t.co/P8cVaLl79p— talkSPORT (@talkSPORT) May 12, 2021 Laporte á reyndar eftir að ganga endanlega frá skiptunum hjá FIFA en það ætti ekki að vera mikið vandamál eftir nýjustu reglubreytinguna hjá alþjóða sambandinu. Laporte var vissulega fæddur í Frakklandi en hann flutti til Spánar þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði síðan í átta ár með Athletic Bilbao áður en Manchester City keypti hann fyrir 65 milljónir evra árið 2018. Laporte hefur verið valinn í landsliðshóp Frakka en hann hefur aldrei fengið landsleik. Það skiptir engu þótt að hann hafi spilað nítján sinnum fyrir franska 21 árs landsliðið. Laporte sýndi því fyrst áhuga á að sækja um spænskt vegabréf árið 2016 þegar Julen Lopetegui var þjálfari spænska landsliðsins. Seinna það ár þá valdi Didier Deschamps miðvörðinn í franska landsliðið og ekkert meira varð úr því að fá spænska ríkisborgararéttinn. Aymeric Laporte still hasn't made his France debut and is now set to change his nationality so he can play at the Euros this summer... It will be made official today and the 26-year-old is set to be called up for their next set of fixtures! https://t.co/SJrS2a1ANF— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2021 Deschamps gaf honum aftur á móti aldrei fyrsta landsleikinn. Hann hefur síðan annaðhvort verið ónotaður varamaður eða ekki getað verið með vegna meiðsla. Samkeppnin um miðvarðarstöðuna í franska landsliðinu er líka svakalega en þar fyrir eru Raphael Varane, Clement Lenglet, Kurt Zouma, Samuel Umtiti og Presnel Kimpembe svo einhverjir séu nefndir. Spánverjar eru hins vegar ekki í alltof góðum málum. Sergio Ramos hefur verið mikið meiddur og Gerard Pique setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM 2018. Luis Enrique hefur verið að prófa menn eins og Diego Llorente, Inigo Martinez, Eric Garcia og Pau Torres í síðustu leikjum. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á EM á móti Svíum 14. júní næstkomandi en þeir eru líka með Póllandi og Slóvakíu í riðli. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Laporte er kominn með spænskt vegabréf og getur því spilað með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, fékk spænska knattspyrnusambandið til að kanna möguleikana á því að Laporte gæti spilað með spænska landsliðinu. Leikmaðurinn sjálfur gaf grænt ljós á það og spænska sambandið fékk það síðan í gegn að þessi 26 ára miðvörður fengi spænsk vegabréf á stuttum tíma. Aymeric Laporte will reportedly represent Spain at Euro 2020 this summer following a personal request from La Roja boss Luis Enrique https://t.co/P8cVaLl79p— talkSPORT (@talkSPORT) May 12, 2021 Laporte á reyndar eftir að ganga endanlega frá skiptunum hjá FIFA en það ætti ekki að vera mikið vandamál eftir nýjustu reglubreytinguna hjá alþjóða sambandinu. Laporte var vissulega fæddur í Frakklandi en hann flutti til Spánar þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði síðan í átta ár með Athletic Bilbao áður en Manchester City keypti hann fyrir 65 milljónir evra árið 2018. Laporte hefur verið valinn í landsliðshóp Frakka en hann hefur aldrei fengið landsleik. Það skiptir engu þótt að hann hafi spilað nítján sinnum fyrir franska 21 árs landsliðið. Laporte sýndi því fyrst áhuga á að sækja um spænskt vegabréf árið 2016 þegar Julen Lopetegui var þjálfari spænska landsliðsins. Seinna það ár þá valdi Didier Deschamps miðvörðinn í franska landsliðið og ekkert meira varð úr því að fá spænska ríkisborgararéttinn. Aymeric Laporte still hasn't made his France debut and is now set to change his nationality so he can play at the Euros this summer... It will be made official today and the 26-year-old is set to be called up for their next set of fixtures! https://t.co/SJrS2a1ANF— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2021 Deschamps gaf honum aftur á móti aldrei fyrsta landsleikinn. Hann hefur síðan annaðhvort verið ónotaður varamaður eða ekki getað verið með vegna meiðsla. Samkeppnin um miðvarðarstöðuna í franska landsliðinu er líka svakalega en þar fyrir eru Raphael Varane, Clement Lenglet, Kurt Zouma, Samuel Umtiti og Presnel Kimpembe svo einhverjir séu nefndir. Spánverjar eru hins vegar ekki í alltof góðum málum. Sergio Ramos hefur verið mikið meiddur og Gerard Pique setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM 2018. Luis Enrique hefur verið að prófa menn eins og Diego Llorente, Inigo Martinez, Eric Garcia og Pau Torres í síðustu leikjum. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á EM á móti Svíum 14. júní næstkomandi en þeir eru líka með Póllandi og Slóvakíu í riðli.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira