Arnar Grétars sagður svikinn um víti síðast þegar leikið var á Dalvík í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 11:30 KA og Leiknir R. mætast á Dalvík í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Þjálfari KA kom mikið við sögu í síðasta leiknum í efstu deild karla sem fór fram á Dalvík. Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti