Leitar sameiginlegra flata um framtíð hálendisvega Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2021 23:23 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri á málþingi Vegagerðarinnar um þjóðvegi á hálendinu. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin leitar nú málamiðlana milli þeirra sjónarmiða hvort ráðast eigi í uppbyggingu hálendisvega með bundnu slitlagi eða hvort halda eigi þeim sem mest óbreyttum sem jeppavegum. Niðurgrafnir malarslóðar með óbrúuðum ám er sú mynd sem við höfum af íslenskum hálendisvegum. En þeir eru líka til uppbyggðir og malbikaðir, eins og á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Dæmi um malbikaðan hálendisveg má finna norðan Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um málþing sem Vegagerðin efndi til í dag um hvert eigi að stefna og kallaði til fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Í hópi framsögumanna var til dæmis þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sem flytur þingmál um að byggja upp Kjalveg svo hann verði fær stóran hluta ársins. Það líst Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, ekki á. Hann segir of mikið aðgengi og of mikla umferð geta spillt hálendinu. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.Egill Aðalsteinsson „Okkur finnst ekki að hálendið eigi að vera þjóðleið á milli byggðarlaga. Þar eigum við að fylgja vegakerfinu í dag. En við getum lagfært þá vegi sem eru í dag,“ segir formaður Landverndar. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, vill sjá helstu hálendisvegi eins og Kjöl og Sprengisand byggða upp. „Ég held að það eigi að vera stefna þessarar þjóðar að gera það, já. Þá eru fleiri sem geta notið þess. Þetta dregur að. Þetta er bara umhverfissjónarmið líka. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur, minna slit á bílum, fer betur með fólkið, og svo framvegis,“ segir oddvitinn. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.Egill Aðalsteinsson „Við þurfum að vernda það sem er raunverulega hjarta landsins fyrir spjöllum. Þá þurfum við að vanda okkur mjög vel. Þá er engin hefðbundin vegagerð sem gengur upp,“ segir formaður Landverndar. Menn töluðu um þvottabretti og þjóðvegaryk. „Eins og ástandið er núna, það bara gengur ekki,“ segir Helgi oddviti. „Við ætlum að vinna úr þessu og draga þetta fólk betur til okkar og ræða málin,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Þó að sjónarhornin séu sannarlega ólík þá eru eiginlega meiri sameiginlegir fletir heldur en ég átti von á,“ segir Bergþóra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Hálendisþjóðgarður Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Niðurgrafnir malarslóðar með óbrúuðum ám er sú mynd sem við höfum af íslenskum hálendisvegum. En þeir eru líka til uppbyggðir og malbikaðir, eins og á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Dæmi um malbikaðan hálendisveg má finna norðan Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um málþing sem Vegagerðin efndi til í dag um hvert eigi að stefna og kallaði til fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Í hópi framsögumanna var til dæmis þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sem flytur þingmál um að byggja upp Kjalveg svo hann verði fær stóran hluta ársins. Það líst Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, ekki á. Hann segir of mikið aðgengi og of mikla umferð geta spillt hálendinu. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.Egill Aðalsteinsson „Okkur finnst ekki að hálendið eigi að vera þjóðleið á milli byggðarlaga. Þar eigum við að fylgja vegakerfinu í dag. En við getum lagfært þá vegi sem eru í dag,“ segir formaður Landverndar. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, vill sjá helstu hálendisvegi eins og Kjöl og Sprengisand byggða upp. „Ég held að það eigi að vera stefna þessarar þjóðar að gera það, já. Þá eru fleiri sem geta notið þess. Þetta dregur að. Þetta er bara umhverfissjónarmið líka. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur, minna slit á bílum, fer betur með fólkið, og svo framvegis,“ segir oddvitinn. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.Egill Aðalsteinsson „Við þurfum að vernda það sem er raunverulega hjarta landsins fyrir spjöllum. Þá þurfum við að vanda okkur mjög vel. Þá er engin hefðbundin vegagerð sem gengur upp,“ segir formaður Landverndar. Menn töluðu um þvottabretti og þjóðvegaryk. „Eins og ástandið er núna, það bara gengur ekki,“ segir Helgi oddviti. „Við ætlum að vinna úr þessu og draga þetta fólk betur til okkar og ræða málin,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Þó að sjónarhornin séu sannarlega ólík þá eru eiginlega meiri sameiginlegir fletir heldur en ég átti von á,“ segir Bergþóra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Hálendisþjóðgarður Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06
Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40