Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 20:26 Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. Kolbeinn hafði stefnt á annað sæti á sameiginlegum Reykjavíkurlista Vinstri-grænna í komandi prófkjöri flokksins. Áður hafði hann boðið fram í Suðurkjördæmi en hlaut ekki brautargengi þar. „Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdáunarvert að þær geri það og ég vona innilega að gott komi út úr því. Á dögunum var leitað til fagráðs VG með kvartanir vegna hegðunar minnar. Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmislegt hefur verið ábótavant í minni hegðun. Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Umræða undanfarinna daga hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef endurskoðað þá ákvörðun,“ skrifar Kolbeinn meðal annars í færslunni. Hann sé hluti af valdakerfinu og hluti af feminískum flokki sem eigi alltaf að standa með konum. Hann telji sig ekki geta staðið bæði með sjálfum sér og konunum sem líður illa vegna hans á meðan hann er í framboði fyrir flokkinn. Hvorki flokkurinn né nokkur innan hans eigi að þurfa að svara fyrir hegðun hans. „Á henni ber ég einn ábyrgð. Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér, ég biðst afsökunar á því. Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við samskipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brottför mína úr hinu opinbera rými í haust. Ég dreg framboð mitt í forvali Vinstri grænna í Reykjavík til baka og verð því ekki í framboði í kosningunum. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því vonbrigðum. Ég hef ýmislegt að læra og mun leggja mig fram við að verða að betri manni. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til einhvers góðs,“ skrifar Kolbeinn. Hér að neðan má sjá færslu Kolbeins í heild sinni. Dreg framboð mitt til baka Ég hef í all nokkur ár átt í erfiðleikum með að mynda náin tengsl. Kemur þar ýmislegt til, en...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 11 May 2021 Ýmislegt óuppgert í fortíðinni Kolbeinn byrjar færsluna á að segja að í nokkur ár hafi hann átt í erfiðleikum með að mynda náin tengsl, og kveðst telja það eiga rætur að rekja til einhverskonar varnarmekanisma. „Meðvitað og ómeðvitað er ég svo logandi hræddur við að verða særður að sú tilfinning tekur yfir. Á sama tíma er ég hrifnæmur og þegar við bætist löngun og von til að verða ekki einn, hafa ný sambönd við hitt kynið stundum farið af stað eins og flugeldar. Allt er gott og ég sannfærður um að nú sé ég kominn á þann stað að geta myndað ný og varanleg tengsl.“ Hann hafi síðan rekist á vegg. Það geti gerst við ákveðinn viðburð sem valdi því eða eitthvað renni upp innra með honum. „Ég dreg tjöldin fyrir, verð kaldur og fjarlægur og reyni að koma mér í burtu.“ Með þessu kveðst Kolbeinn hafa komið illa fram við konur. Hann hafi gefið til kynna langtímasamband, byggt á djúpum og heitum tilfinningum, en svo hlaupið í felur. „Hugsa meira um að verja mig mögulegum skaða en það hvernig ég kem fram. Geri það því illa, kem illa fram. Læt konunum líða eins og þær hafi ekki skipt mig máli, sem er kolrangt. Að þær geri það ekki lengur, sem er líka kolrangt. Skríð inn fyrir skelina mína og í öryggið og einmanaleikann þar.“ Hann kveðst á sama tíma oft hafa verið svo einmana að sú tilfinning að hann verði alltaf einn hafi heltekið hann. Hans mesti ótti sé að vera dæmdur til að vera einn því hann geti ekki gefið það af sér sem þurfi til að koma í veg fyrir að. „Ég hef mína djöfla að draga og ýmislegt óuppgert úr fortíðinni. Undanfarna mánuði hef ég fundið að eitthvað sé að breytast innra með mér, ég er að verða opnari og óhræddari, í minni vörn. Þegar mér svo barst til eyrna að hegðun mín hefði valdið konu mikilli vanlíðan varð ég fús til að leita mér aðstoðar vegna þessa. Ég vil ekki koma þannig fram að öðru fólki líði illa. Ég vil ekki sýna af mér hegðun sem konur upplifa sem óeðlilega.“ MeToo Alþingi Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Kolbeinn hafði stefnt á annað sæti á sameiginlegum Reykjavíkurlista Vinstri-grænna í komandi prófkjöri flokksins. Áður hafði hann boðið fram í Suðurkjördæmi en hlaut ekki brautargengi þar. „Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdáunarvert að þær geri það og ég vona innilega að gott komi út úr því. Á dögunum var leitað til fagráðs VG með kvartanir vegna hegðunar minnar. Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmislegt hefur verið ábótavant í minni hegðun. Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Umræða undanfarinna daga hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef endurskoðað þá ákvörðun,“ skrifar Kolbeinn meðal annars í færslunni. Hann sé hluti af valdakerfinu og hluti af feminískum flokki sem eigi alltaf að standa með konum. Hann telji sig ekki geta staðið bæði með sjálfum sér og konunum sem líður illa vegna hans á meðan hann er í framboði fyrir flokkinn. Hvorki flokkurinn né nokkur innan hans eigi að þurfa að svara fyrir hegðun hans. „Á henni ber ég einn ábyrgð. Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér, ég biðst afsökunar á því. Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við samskipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brottför mína úr hinu opinbera rými í haust. Ég dreg framboð mitt í forvali Vinstri grænna í Reykjavík til baka og verð því ekki í framboði í kosningunum. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því vonbrigðum. Ég hef ýmislegt að læra og mun leggja mig fram við að verða að betri manni. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til einhvers góðs,“ skrifar Kolbeinn. Hér að neðan má sjá færslu Kolbeins í heild sinni. Dreg framboð mitt til baka Ég hef í all nokkur ár átt í erfiðleikum með að mynda náin tengsl. Kemur þar ýmislegt til, en...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 11 May 2021 Ýmislegt óuppgert í fortíðinni Kolbeinn byrjar færsluna á að segja að í nokkur ár hafi hann átt í erfiðleikum með að mynda náin tengsl, og kveðst telja það eiga rætur að rekja til einhverskonar varnarmekanisma. „Meðvitað og ómeðvitað er ég svo logandi hræddur við að verða særður að sú tilfinning tekur yfir. Á sama tíma er ég hrifnæmur og þegar við bætist löngun og von til að verða ekki einn, hafa ný sambönd við hitt kynið stundum farið af stað eins og flugeldar. Allt er gott og ég sannfærður um að nú sé ég kominn á þann stað að geta myndað ný og varanleg tengsl.“ Hann hafi síðan rekist á vegg. Það geti gerst við ákveðinn viðburð sem valdi því eða eitthvað renni upp innra með honum. „Ég dreg tjöldin fyrir, verð kaldur og fjarlægur og reyni að koma mér í burtu.“ Með þessu kveðst Kolbeinn hafa komið illa fram við konur. Hann hafi gefið til kynna langtímasamband, byggt á djúpum og heitum tilfinningum, en svo hlaupið í felur. „Hugsa meira um að verja mig mögulegum skaða en það hvernig ég kem fram. Geri það því illa, kem illa fram. Læt konunum líða eins og þær hafi ekki skipt mig máli, sem er kolrangt. Að þær geri það ekki lengur, sem er líka kolrangt. Skríð inn fyrir skelina mína og í öryggið og einmanaleikann þar.“ Hann kveðst á sama tíma oft hafa verið svo einmana að sú tilfinning að hann verði alltaf einn hafi heltekið hann. Hans mesti ótti sé að vera dæmdur til að vera einn því hann geti ekki gefið það af sér sem þurfi til að koma í veg fyrir að. „Ég hef mína djöfla að draga og ýmislegt óuppgert úr fortíðinni. Undanfarna mánuði hef ég fundið að eitthvað sé að breytast innra með mér, ég er að verða opnari og óhræddari, í minni vörn. Þegar mér svo barst til eyrna að hegðun mín hefði valdið konu mikilli vanlíðan varð ég fús til að leita mér aðstoðar vegna þessa. Ég vil ekki koma þannig fram að öðru fólki líði illa. Ég vil ekki sýna af mér hegðun sem konur upplifa sem óeðlilega.“
MeToo Alþingi Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira