Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. maí 2021 16:56 Steinbergur Finnbogason var lögmaður Íslendingsins sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á Rauðgerðismálinu. Steinbergur var síðar settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. Steinbergur var fyrst um sinn lögmaður rúmlega fertugs Íslendings sem var um tíma í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Embætti héraðssaksóknara hefur nú ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, vegna Rauðagerðismálsins, en Íslendingurinn umræddi er ekki meðal þeirra. Steinbergur var settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. Íslendingurinn sætti farbanni vegna málsins og var meðal fjórtán sakborninga í málinu, en fjórir þeirra hafa verið ákærðir. „Forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman verður að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Ekkert slíkt fannst. Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna. „Meðal annars á blaðamannafundi þar sem enn var gefið í skyn að umbjóðandi minn tengdist morðinu með einhverjum hætti. Á sama tíma var hann líka sviptur lögmanni sínum með bellibrögðum lögreglunnar - fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann,“ segir Steinbergur. Hann segir það liggja í augum uppi að umbjóðandi hans muni leita réttar síns. „Hvorki lögreglan né réttvísin í heild sinni á að geta leyft sér vinnubrögð af þessu tagi án þess að svara fyrir þau á réttum vettvangi.“ Morð í Rauðagerði Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Steinbergur var fyrst um sinn lögmaður rúmlega fertugs Íslendings sem var um tíma í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Embætti héraðssaksóknara hefur nú ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, vegna Rauðagerðismálsins, en Íslendingurinn umræddi er ekki meðal þeirra. Steinbergur var settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. Íslendingurinn sætti farbanni vegna málsins og var meðal fjórtán sakborninga í málinu, en fjórir þeirra hafa verið ákærðir. „Forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman verður að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Ekkert slíkt fannst. Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna. „Meðal annars á blaðamannafundi þar sem enn var gefið í skyn að umbjóðandi minn tengdist morðinu með einhverjum hætti. Á sama tíma var hann líka sviptur lögmanni sínum með bellibrögðum lögreglunnar - fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann,“ segir Steinbergur. Hann segir það liggja í augum uppi að umbjóðandi hans muni leita réttar síns. „Hvorki lögreglan né réttvísin í heild sinni á að geta leyft sér vinnubrögð af þessu tagi án þess að svara fyrir þau á réttum vettvangi.“
Morð í Rauðagerði Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00