Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 16:23 Sally Buzbee tekur við starfi aðalritstjóra Washington Post 1. júní. Þar mun hún stýra um þúsund manna ritstjórn. AP/Chuck Zoeller Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess. Útgefendur Washington Post hafa leitað að eftirmanni Martin Baron en hann lét af störfum í lok febrúar. Hann hafði ritstýrt blaðinu frá 2013. Buzbee tekur við starfinu í næsta mánuði, að sögn Freds Ryan, útgefanda blaðsins. Sagði hann Buzbee njóta almennrar aðdáunar fyrir heiðarleika, atorkusemi og einlægan áhuga á hlutverki fjölmiðla í að varðveita lýðræðið. Buzbee er 55 ára gömul og stýrði áður skrifstofu AP í Washington-borg. Þar áður var hún ritstjóri fréttaveitunnar í Miðausturlöndum en hún hefur starfað fyrir hana allan sinn blaðamannaferil sem hófst árið 1988. Frá Kaíró fjallaði hún meðal annars um Íraksstríðið, átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna, stríðið í Darfúr í Súdan og uppgang hryðjuverkasamtaka í Sádí-Arabíu og Jemen. Konur stýra nú mörgum helstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal Reuters-fréttastofunni, fréttastofu CBS- og ABC-sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum, NPR, MSNBC, Financial Times, Guardian og Ecomomist. A footnote: Women are now in charge of the newsrooms at the Washington Post, CBS News, ABC News, NPR, MSNBC, Reuters, Financial Times, Guardian and the Economist. The fact that this is not a big deal is kind of a big deal.— Paul Farhi (@farhip) May 11, 2021 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Útgefendur Washington Post hafa leitað að eftirmanni Martin Baron en hann lét af störfum í lok febrúar. Hann hafði ritstýrt blaðinu frá 2013. Buzbee tekur við starfinu í næsta mánuði, að sögn Freds Ryan, útgefanda blaðsins. Sagði hann Buzbee njóta almennrar aðdáunar fyrir heiðarleika, atorkusemi og einlægan áhuga á hlutverki fjölmiðla í að varðveita lýðræðið. Buzbee er 55 ára gömul og stýrði áður skrifstofu AP í Washington-borg. Þar áður var hún ritstjóri fréttaveitunnar í Miðausturlöndum en hún hefur starfað fyrir hana allan sinn blaðamannaferil sem hófst árið 1988. Frá Kaíró fjallaði hún meðal annars um Íraksstríðið, átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna, stríðið í Darfúr í Súdan og uppgang hryðjuverkasamtaka í Sádí-Arabíu og Jemen. Konur stýra nú mörgum helstu fjölmiðlum í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal Reuters-fréttastofunni, fréttastofu CBS- og ABC-sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum, NPR, MSNBC, Financial Times, Guardian og Ecomomist. A footnote: Women are now in charge of the newsrooms at the Washington Post, CBS News, ABC News, NPR, MSNBC, Reuters, Financial Times, Guardian and the Economist. The fact that this is not a big deal is kind of a big deal.— Paul Farhi (@farhip) May 11, 2021
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira