Ásmundur vill kanna hvort Alþingi sé ekki örugglega vímuefnalaus vinnustaður Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2021 15:06 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur heilshugar undir með manni sem ritaði þingheimi öllum bréf þar sem frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta er fordæmt. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson hefur lýst yfir þeim vilja sínum að kannað verði sérstaklega hvort Alþingi Íslendinga sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýni þannig gott fordæmi. Þingmenn ráku sumir hverjir upp stór augu þegar þeim í morgun barst tölvupóstur frá Ásmundi þar sem hann tók afar einarða afstöðu í fíkniefnamálum: „Bestu þakkir fyrir þennan póst og þessar hugleiðingar þínar. Tek heilshugar undir þær. Það væri vel til fundið að kanna hvort Alþingi sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýna þannig gott fordæmi,“ segir í tölvupósti Ásmundar sem Vísir hefur undir höndum. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þarna er um að ræða svar Ásmundar til einstaklings sem hafði sent bréf sem stílað var á þingheim allan. Þar geldur sá, í alllöngu máli, varhug við afglæpavæðingu neysluskammta sem mjög hefur verið til umræðu á þinginu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Afstaða til þess virðist ganga þvert á flokkslínur og þvert á stjórn/stjórnarandstöðu, eins og sýnir sig í afdráttarlausu bréfi Ásmundar. Ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætlaði að gera „svara öllum“ fyrir slysni eða hvort hann ætlaði svarpóst sinn einungis til bréfritara. Í bréfinu til þingmanna, því sem Ásmundur kvittar heilshugar undir, segir meðal annars: „Ég heiti á ykkur ágætu þingmenn að hugleiða mjög vel afstöðu ykkar til þess hvort heimila eigi neyslu eiturlyfja í okkar góða þjóðfélagi. Hugsið til fjölskyldna ykkar og um framtíð afkomenda ykkar þegar þið greiðið þessu skelfilega frumvarpi heilbrigðisráðherra atkvæði.“ Alþingi Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54 Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þingmenn ráku sumir hverjir upp stór augu þegar þeim í morgun barst tölvupóstur frá Ásmundi þar sem hann tók afar einarða afstöðu í fíkniefnamálum: „Bestu þakkir fyrir þennan póst og þessar hugleiðingar þínar. Tek heilshugar undir þær. Það væri vel til fundið að kanna hvort Alþingi sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýna þannig gott fordæmi,“ segir í tölvupósti Ásmundar sem Vísir hefur undir höndum. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þarna er um að ræða svar Ásmundar til einstaklings sem hafði sent bréf sem stílað var á þingheim allan. Þar geldur sá, í alllöngu máli, varhug við afglæpavæðingu neysluskammta sem mjög hefur verið til umræðu á þinginu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Afstaða til þess virðist ganga þvert á flokkslínur og þvert á stjórn/stjórnarandstöðu, eins og sýnir sig í afdráttarlausu bréfi Ásmundar. Ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætlaði að gera „svara öllum“ fyrir slysni eða hvort hann ætlaði svarpóst sinn einungis til bréfritara. Í bréfinu til þingmanna, því sem Ásmundur kvittar heilshugar undir, segir meðal annars: „Ég heiti á ykkur ágætu þingmenn að hugleiða mjög vel afstöðu ykkar til þess hvort heimila eigi neyslu eiturlyfja í okkar góða þjóðfélagi. Hugsið til fjölskyldna ykkar og um framtíð afkomenda ykkar þegar þið greiðið þessu skelfilega frumvarpi heilbrigðisráðherra atkvæði.“
Alþingi Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54 Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54
Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41