Dalvíkingar stoltir af því að geta boðið upp á leik í efstu deild á „besta velli landsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 10:01 Úr leik á Dalvíkurvelli í blíðskaparveðri. mynd/jóhann már kristinsson Í fyrsta sinn í 24 ár fer fram leikur í efstu deild karla á Dalvík þegar KA tekur á móti nýliðum Leiknis R. í dag. „Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Sjá meira
„Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Sjá meira