Juventus gæti verið rekið úr ítölsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:30 Cristiano Ronaldo er með samning við Juventus út næsta tímabil eða til 30. júní 2022. AP/Luca Bruno Það er mikil pressa á Juventus að félagið dragi sig út úr Ofurdeildinni sem ítalska félagið hefur ekki ennþá gert. Nýjasta útspil ítalska knattspyrnusambandsins er að hóta Juventus því að félagið gæti verið rekið út úr ítölsku deildinni ef þeir verða áfram hluti af Ofurdeildarsamkomlaginu. Juventus er eitt af þremur félögum sem hefur ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn en hin eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid. Hin níu félögin sem stofnuðu Ofurdeildina fyrir tæpum mánuði, þar á meðal öll sex ensku félögin, hafa hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Gabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins talaði ekki undir rós: „Ef Juventus virðir ekki reglurnar þá verður félaginu sparkað úr deildinni,“ sagði Gravina. Hann hélt áfram. Juventus face being kicked out of Serie A if the club do not withdraw from the European Super League, Italian football federation president Gabriele Gravina has said.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 10, 2021 „Ef Juventus verður ekki búið að draga sig út úr Ofurdeildinni þegar félagið skráir sig inn fyrir næsta tímabil í Seríu A þá mun félagið ekki fá keppnisleyfi hjá okkur,“ sagði Gravina. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur einnig hótað þessum þremur félögum sem lifa enn í þeim draumaheimi að Ofurdeildin geti orðið að veruleika. „Við erum orðin þreytt á þessu stríði milli UEFA og þessara þriggja félaga. Ég vona að þessi deila verði leyst eins fljót og mögulegt er. Ég vonast líka til að geta miðlað málum á milli Juventus og UEFA,“ sagði Gravina. „Það er alveg á hreinu að félög mega ekki taka þátt í okkar deild ef þau fylgja ekki þeim lögmálum sem UEFA ákveður. Það er ekki gott fyrir alþjóðlegan fótbolta, ekki gott fyrir ítalskan fótbolta og ekki gott fyrir Juventus. Við höfum þegar sagt að okkar knattspyrnusamband mun fylgja reglunum,“ sagði Gabriele Gravina. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Nýjasta útspil ítalska knattspyrnusambandsins er að hóta Juventus því að félagið gæti verið rekið út úr ítölsku deildinni ef þeir verða áfram hluti af Ofurdeildarsamkomlaginu. Juventus er eitt af þremur félögum sem hefur ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn en hin eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid. Hin níu félögin sem stofnuðu Ofurdeildina fyrir tæpum mánuði, þar á meðal öll sex ensku félögin, hafa hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Gabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins talaði ekki undir rós: „Ef Juventus virðir ekki reglurnar þá verður félaginu sparkað úr deildinni,“ sagði Gravina. Hann hélt áfram. Juventus face being kicked out of Serie A if the club do not withdraw from the European Super League, Italian football federation president Gabriele Gravina has said.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 10, 2021 „Ef Juventus verður ekki búið að draga sig út úr Ofurdeildinni þegar félagið skráir sig inn fyrir næsta tímabil í Seríu A þá mun félagið ekki fá keppnisleyfi hjá okkur,“ sagði Gravina. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur einnig hótað þessum þremur félögum sem lifa enn í þeim draumaheimi að Ofurdeildin geti orðið að veruleika. „Við erum orðin þreytt á þessu stríði milli UEFA og þessara þriggja félaga. Ég vona að þessi deila verði leyst eins fljót og mögulegt er. Ég vonast líka til að geta miðlað málum á milli Juventus og UEFA,“ sagði Gravina. „Það er alveg á hreinu að félög mega ekki taka þátt í okkar deild ef þau fylgja ekki þeim lögmálum sem UEFA ákveður. Það er ekki gott fyrir alþjóðlegan fótbolta, ekki gott fyrir ítalskan fótbolta og ekki gott fyrir Juventus. Við höfum þegar sagt að okkar knattspyrnusamband mun fylgja reglunum,“ sagði Gabriele Gravina.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira