„Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. Líkt og greint var frá í dag hefur heilbrigðisráðherra óskað eftir fresti til skila á skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, mun vinna skýrsluna og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem óskaði eftir skýrslunni segir að fresturinn muni að líkum leiða til þess að þingið fái ekki tækifæri til að ræða niðurstöðurnar. „Skýrslan verður nefnilega ekki lögð fram fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir að þingið verður farið í sumarleyfi,“ segir Þorbjörg í stöðuuppfærslu á Facebook. „Markmiðið með skýrslubeiðninni var að stuðla að því að hægt yrði að leggja forsendur á borðið, að eiga í kjölfarið samtal sem gæti leitt til niðurstöðu sem yrði til þess að ná fram sátt og traust meðal kvenna og heilbrigðiskerfisins sjálfs. Svörin um þessa heilbrigðisþjónustu kvenna mun samkvæmt þessu liggja fyrir svo seint að hið pólitíska samtal um málið getur varla átt sér stað á Alþingi fyrir þinglok.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerir athugasemd við að Haraldur Briem hafi verið fenginn til verksins og vísar til þess að samkvæmt skýrslubeiðni hafi átt að velja óháðan aðila í samráði við þingflokka. „Það sem vekur athygli mína er að Haraldur Briem var sóttvarnarlæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var landlæknir sem og þegar Kristján Oddsson, sem leiðir þessar yfirfærslur allar, var aðstoðarlandlæknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunarráði til ráðgjafar þegar fyrirkomulag skimana var ákveðið. Hvernig þessi sami einstaklingur, jafn ágætur og hann er, getur verið óháður aðili sem á að meta breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, áhrif breytinganna á öryggi skimunar og margt fleira, er mér alveg óskiljanlegt,“ segir Helga Vala. „Enn einu sinni fellur heilbrigðisráðherra á prófinu þegar kemur að þessu máli. Það er ekki eitt, það er beinlínis allt við þetta alveg ofboðslega mikið klúður.“ Alþingi Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur heilbrigðisráðherra óskað eftir fresti til skila á skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir, mun vinna skýrsluna og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem óskaði eftir skýrslunni segir að fresturinn muni að líkum leiða til þess að þingið fái ekki tækifæri til að ræða niðurstöðurnar. „Skýrslan verður nefnilega ekki lögð fram fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir að þingið verður farið í sumarleyfi,“ segir Þorbjörg í stöðuuppfærslu á Facebook. „Markmiðið með skýrslubeiðninni var að stuðla að því að hægt yrði að leggja forsendur á borðið, að eiga í kjölfarið samtal sem gæti leitt til niðurstöðu sem yrði til þess að ná fram sátt og traust meðal kvenna og heilbrigðiskerfisins sjálfs. Svörin um þessa heilbrigðisþjónustu kvenna mun samkvæmt þessu liggja fyrir svo seint að hið pólitíska samtal um málið getur varla átt sér stað á Alþingi fyrir þinglok.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, gerir athugasemd við að Haraldur Briem hafi verið fenginn til verksins og vísar til þess að samkvæmt skýrslubeiðni hafi átt að velja óháðan aðila í samráði við þingflokka. „Það sem vekur athygli mína er að Haraldur Briem var sóttvarnarlæknir þegar Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra var landlæknir sem og þegar Kristján Oddsson, sem leiðir þessar yfirfærslur allar, var aðstoðarlandlæknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunarráði til ráðgjafar þegar fyrirkomulag skimana var ákveðið. Hvernig þessi sami einstaklingur, jafn ágætur og hann er, getur verið óháður aðili sem á að meta breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, áhrif breytinganna á öryggi skimunar og margt fleira, er mér alveg óskiljanlegt,“ segir Helga Vala. „Enn einu sinni fellur heilbrigðisráðherra á prófinu þegar kemur að þessu máli. Það er ekki eitt, það er beinlínis allt við þetta alveg ofboðslega mikið klúður.“
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira