Börn fái ranghugmyndir og neikvæðar hugsanir eftir neyslu á Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2021 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. vísir/Sigurjón Um fjögur prósent tólf til sextán ára barna á Íslandi hafa notað efnið Spice eða rúmlega fjögur hundruð börn. Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. Fréttastofa greindi frá því í lok síðustu viku að dæmi séu um að börn niður í 12 ára séu að reykja Spice. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og mörgum sinnum sterkara en kannabis. Varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði merki um að yngri börn væru farin að nota Spice. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Svona síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið aðalefnið hjá krökkunum sem eru að koma til okkar,“ segir Funi. Um sé að ræða fjórtán til átján ára börn. Börnin séu með hugmyndir um að Spice sé saklaust efni og minni á kannabis. Það sé ekki raunin. Um sé að ræða hugbreytandi efni. „Þetta er svona meira í anda sýru eða LSD, þau fá ranghugmyndir, sjá hluti, það er eins og eitthvað sé að skríða á manni og fá alls konar skrítnar hugmyndir,“ segir Funi. Þá séu eftirköstin mjög erfið. „Þau verða mjög þung og döpur og fá neikvæðar hugsanir. Við höfum líka séð talsvert aukið ofbeldi og síðan eru jafnvel uppköst og slíkt þegar þau eru í fráhvörfum,“ segir Funi. Ný rannsókn Rannsóknar-og greiningar sýnir að 3,8 prósent barna í 8., 9., og 10. bekk hafi prófað Spice eða um fjögur hundruð börn. Könnunin var lögð fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Funi segir að það sé auðvelt að fela neysluna í upphafi. Efnið er lyktalaust og ekki er hægt að greina það með hefðbundinni þvagprufu. „Það þarf sérstök Spice próf sem eru mjög viðkvæm, þannig ef efnasamsetningunni er breytt mælist það ekki. Það er tillögulega auðvelt að fela þetta fyrir mömmu og pabba til dæmis,“ segir Funi. Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Þau virðast líka vera talsvert fljót að fara í mikla neyslu á þessu,“ segir Funi. Í kvöldfréttum kom fram að börnin væru um eitt þúsund en hið rétta er að þau eru rúmlega fjögur hundruð. Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í lok síðustu viku að dæmi séu um að börn niður í 12 ára séu að reykja Spice. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og mörgum sinnum sterkara en kannabis. Varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði merki um að yngri börn væru farin að nota Spice. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Svona síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið aðalefnið hjá krökkunum sem eru að koma til okkar,“ segir Funi. Um sé að ræða fjórtán til átján ára börn. Börnin séu með hugmyndir um að Spice sé saklaust efni og minni á kannabis. Það sé ekki raunin. Um sé að ræða hugbreytandi efni. „Þetta er svona meira í anda sýru eða LSD, þau fá ranghugmyndir, sjá hluti, það er eins og eitthvað sé að skríða á manni og fá alls konar skrítnar hugmyndir,“ segir Funi. Þá séu eftirköstin mjög erfið. „Þau verða mjög þung og döpur og fá neikvæðar hugsanir. Við höfum líka séð talsvert aukið ofbeldi og síðan eru jafnvel uppköst og slíkt þegar þau eru í fráhvörfum,“ segir Funi. Ný rannsókn Rannsóknar-og greiningar sýnir að 3,8 prósent barna í 8., 9., og 10. bekk hafi prófað Spice eða um fjögur hundruð börn. Könnunin var lögð fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Funi segir að það sé auðvelt að fela neysluna í upphafi. Efnið er lyktalaust og ekki er hægt að greina það með hefðbundinni þvagprufu. „Það þarf sérstök Spice próf sem eru mjög viðkvæm, þannig ef efnasamsetningunni er breytt mælist það ekki. Það er tillögulega auðvelt að fela þetta fyrir mömmu og pabba til dæmis,“ segir Funi. Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Þau virðast líka vera talsvert fljót að fara í mikla neyslu á þessu,“ segir Funi. Í kvöldfréttum kom fram að börnin væru um eitt þúsund en hið rétta er að þau eru rúmlega fjögur hundruð.
Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira