Líkti Zvonko við remúlaði í bragðaref Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2021 12:01 Zvonko með boltann í leik gegn Keflavík fyrr á leiktíðinni. Benedikt Guðmundsson, körfuboltaspekingur, er ekki hrifinn af Zvonko Buljan leikmanni ÍR. Þetta kom fram í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá í gærkvöldi. ÍR tapaði fyrir Njarðvík í miklum fallbaráttuslag á fimmtudagskvöldið en Breiðhyltingar geta enn fallið eftir tapið. Rætt var um frammistöðu Zvonko í þættinum í gær en hann gekk í raðir liðsins í lok janúar. Hann hefur ekki hrifið Benedikt. „Þetta er ekta Zvonko. Hann vill bara stela boltanum til að setja tvö stig hinu megin. Ég verð bara að segja: Ég get hann ekki. Þetta er orðið of mikið af hinu góða,“ sagði Benedikt. „Hann gerir bara hluti sem koma fram á tölfræðiblaðinu. Hann er til í að eltast við einhver fráköst, ekki öll. Hann er alltaf til í að skora. Hann er til í að gefa hann ef hann fær stoðsendingu en hann gerir ekkert fyrir varnarleikinn nema að þeir eru fjórir í vörn.“ Sævar Sævarsson tók í sama streng og hrífst ekki af varnarleik ÍR-liðsins. „Það er einn leikmaður í liðinu sem nennir að spila vörn af fullum krafti. Það er Colin Pryor og hann var ekki með í þessum leik,“ en Colin var ekki með vegna veikinda eftir bólusetningu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég hef talað um að Milka og Deane séu eins og skinka og ostur, því þeir passi svo vel saman. Fyrir mér er Zvonko eins og að setja remúlaði í bragðarefinn.“ „Þú ert með góðan ís og ert kominn með kökudeigið, jarðarberið og kókósbolluna en svo mátti Borce bæta við einu nammi; hann setti remúlaði. Eftir það finnst mér liðið orðið ónýtt. Þetta er kannski ýkt en þetta passar ekki í þennan bragðaref.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Zvonko og ÍR Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
ÍR tapaði fyrir Njarðvík í miklum fallbaráttuslag á fimmtudagskvöldið en Breiðhyltingar geta enn fallið eftir tapið. Rætt var um frammistöðu Zvonko í þættinum í gær en hann gekk í raðir liðsins í lok janúar. Hann hefur ekki hrifið Benedikt. „Þetta er ekta Zvonko. Hann vill bara stela boltanum til að setja tvö stig hinu megin. Ég verð bara að segja: Ég get hann ekki. Þetta er orðið of mikið af hinu góða,“ sagði Benedikt. „Hann gerir bara hluti sem koma fram á tölfræðiblaðinu. Hann er til í að eltast við einhver fráköst, ekki öll. Hann er alltaf til í að skora. Hann er til í að gefa hann ef hann fær stoðsendingu en hann gerir ekkert fyrir varnarleikinn nema að þeir eru fjórir í vörn.“ Sævar Sævarsson tók í sama streng og hrífst ekki af varnarleik ÍR-liðsins. „Það er einn leikmaður í liðinu sem nennir að spila vörn af fullum krafti. Það er Colin Pryor og hann var ekki með í þessum leik,“ en Colin var ekki með vegna veikinda eftir bólusetningu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég hef talað um að Milka og Deane séu eins og skinka og ostur, því þeir passi svo vel saman. Fyrir mér er Zvonko eins og að setja remúlaði í bragðarefinn.“ „Þú ert með góðan ís og ert kominn með kökudeigið, jarðarberið og kókósbolluna en svo mátti Borce bæta við einu nammi; hann setti remúlaði. Eftir það finnst mér liðið orðið ónýtt. Þetta er kannski ýkt en þetta passar ekki í þennan bragðaref.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Zvonko og ÍR Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira