Viðar hjálpaði Selfossi að fá Gary Martin Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 12:00 Gary Martin getur leikið sinn fyrsta leik fyrir Selfoss á morgun. Umf. Selfoss/Arnar Helgi Þegar enski markaskorarinn Gary Martin reyndist falur, eftir að ÍBV rifti samningi sínum við hann, voru Selfyssingar fljótir að bregðast við. Dyggir stuðningsmenn stuðluðu að því að Martin er nú leikmaður Selfoss og líklegur til að hjálpa liðinu mikið í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar. Gary Martin skoraði 11 mörk fyrir ÍBV í Lengjudeildinni í fyrra, eftir að hafa orðið markakóngur Pepsi Max-deildarinnar 2019 með 14 mörk. Það kostar skildinginn að semja við slíkan leikmann, til tveggja ára, en höggið er lítið fyrir knattspyrnudeild Selfoss sem leitaði til velunnara og safnaði nægu fé til að fá Martin. Landsliðsmaðurinn og Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er einn þeirra sem sáu til þess að Selfoss yrði næsti áfangastaður Martins. Viðar lék síðast með Selfyssingum árið 2012 en hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 og spilað í Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og Tyrklandi. Jón S. Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, sagði „sex til átta“ aðila hafa lagt til fé svo að hægt yrði að semja við Gary Martin. Hann vildi ekkert segja til um það hvort að Viðar væri einn þeirra sem veitt hefðu deildinni fjárhagslegan stuðning en sagði: „Það voru allir mjög jákvæðir að bæta aðeins í og hjálpa til út af þessu. Það sýnir samstöðuna í bæjarfélaginu og hjá okkar stuðningsmönnum, sem eru tilbúnir að koma að borðinu þegar þess þarf. Við gefum hins vegar ekkert upp hverjir það eru.“ Fyrsti leikur á morgun Selfoss vann sig upp úr 2. deild í fyrra og leikur sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á morgun, gegn Vestra á JÁVERK-vellinum kl. 14. Gary Martin er kominn með leikheimild og gæti því spilað þann leik. Martin var rekinn frá ÍBV fyrir rúmri viku vegna agabrots. Í yfirlýsingu frá honum kom fram að samningi hans hefði verið rift í kjölfar þess að hann dreifði nektarmynd af liðsfélaga sínum á lokaðri spjallrás leikmannahóps ÍBV á Snapchat. Samkvæmt yfirlýsingunni kærði liðsfélaginn Martin til lögreglu. Gary Martin hefur leikið á Íslandi, með hléum, frá árinu 2010. Hann lék fyrst með ÍA en svo einnig með KR, Víkingi R. og um skamman tíma Val áður en hann fór til ÍBV sumarið 2019. Lengjudeildin UMF Selfoss Árborg Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Gary Martin skoraði 11 mörk fyrir ÍBV í Lengjudeildinni í fyrra, eftir að hafa orðið markakóngur Pepsi Max-deildarinnar 2019 með 14 mörk. Það kostar skildinginn að semja við slíkan leikmann, til tveggja ára, en höggið er lítið fyrir knattspyrnudeild Selfoss sem leitaði til velunnara og safnaði nægu fé til að fá Martin. Landsliðsmaðurinn og Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er einn þeirra sem sáu til þess að Selfoss yrði næsti áfangastaður Martins. Viðar lék síðast með Selfyssingum árið 2012 en hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 og spilað í Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og Tyrklandi. Jón S. Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, sagði „sex til átta“ aðila hafa lagt til fé svo að hægt yrði að semja við Gary Martin. Hann vildi ekkert segja til um það hvort að Viðar væri einn þeirra sem veitt hefðu deildinni fjárhagslegan stuðning en sagði: „Það voru allir mjög jákvæðir að bæta aðeins í og hjálpa til út af þessu. Það sýnir samstöðuna í bæjarfélaginu og hjá okkar stuðningsmönnum, sem eru tilbúnir að koma að borðinu þegar þess þarf. Við gefum hins vegar ekkert upp hverjir það eru.“ Fyrsti leikur á morgun Selfoss vann sig upp úr 2. deild í fyrra og leikur sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á morgun, gegn Vestra á JÁVERK-vellinum kl. 14. Gary Martin er kominn með leikheimild og gæti því spilað þann leik. Martin var rekinn frá ÍBV fyrir rúmri viku vegna agabrots. Í yfirlýsingu frá honum kom fram að samningi hans hefði verið rift í kjölfar þess að hann dreifði nektarmynd af liðsfélaga sínum á lokaðri spjallrás leikmannahóps ÍBV á Snapchat. Samkvæmt yfirlýsingunni kærði liðsfélaginn Martin til lögreglu. Gary Martin hefur leikið á Íslandi, með hléum, frá árinu 2010. Hann lék fyrst með ÍA en svo einnig með KR, Víkingi R. og um skamman tíma Val áður en hann fór til ÍBV sumarið 2019.
Lengjudeildin UMF Selfoss Árborg Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira