Nokkur orð um kynferðislegt ofbeldi Margrét Valdimarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:31 Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar