Bjarni segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með löngum málsmeðferðartíma Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 19:31 Fjármálaráðherra segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra. Hann styðjji ekki stefnu sem reisi hæstu hindranir í vegi þeirra sem leiti hælis á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að með frumvarpi um útlendinga ætluðu stjórnvöld hér að fara í þveröfuga átt en stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum varðandi móttöku hælisleitenda. Hér ætti að tryggja þeim sömu þjónustu og kvótaflóttamenn fengju Formaður Miðflokksins segir Íslendinga hafa þveröfuga stefnu miðað við Dani sem stefni að því að enginn sæki um hæli í Danmörku.Vísir/Vilhelm „Það ætti þá að ýta enn frekar undir fjölgunina hér. En eins og hæstvirtur ráðherra kannski veit eru umsóknir um hæli nú sexfalt fleiri hér á landi en í Danmörku og Noregi hlutfallslega,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra Danmerkur hefði sagt markmið stefnunnar þar að enginn sækti um hæli þar í landi og aðeins yrði tekið á móti kvótaflóttamönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki viss um hversu raunhæft það væri að stefna að því að enginn sækti um hæli hér á landi. Bjarni Benediktsson segir stjórnvöld hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot.Vísir/Vilhelm „Ég helt að þjóðir heims og hér í okkar heimshluta værum sammála um að við vildum samræma regluverk okkar sem mest og vera með mannúðlega stefnu,“ sagði Bjarni. Sem snérist um að bjóða fólki inn í samfélagið sem kæmi frá stríðshrjáðum svæðum og væri á flótta frá einhverjum hörmungum og gæti ekki snúið til baka. Bjarni sagði málsmeðferðartímann hins vegar verið allt of langan hjá allt of mörgu fólki sem sækti hér um hæli sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot. Formaður Miðflokksins sagði nýja stefnu Dana einmitt ætlað að bæta forgangsröðunina varðandi móttöku flóttamanna. „Forsætisráðherra Danmerkur talaði einmitt um að stefnubreytingin væri mun mannúðlegri heldur en sú aðferð sem íslensk stjórnvöld fylgja. Með nýju stefnunni væri hægt að hjálpa þeim sem þyrftu mest á hjálpinni að halda,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagðist trúa á alþjóðlegar lausnir. „Ég styð ekki breytingar sem leiða til þess að við sköpum hér, hvað eigum við að segja, lægsta þröskuldinn. Stærsta hliðið fyrir þann ótrúlega fjölda fólks sem er að leita sér að nýjum heimkynnum,“ sagði Bjarni. Íslendingar hefðu líka þá skyldu að læra af reynslunni. „Ég sé fyrir mér að við eigum að gera það sem að okkur snýr með myndarlegum hætti. Við höfum ofboðslega mikið undir því og eigum undir því sem samfélag að hjálpa þeim sem eru komnir til landsins og hafa fengið samþykkta stöðu sem alþjóðlegir flóttamenn eða hafa komið hingað í kvótaflótta prógrammi. Að þessu fólki takist vel til við að aðlagast samfélaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01 Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að með frumvarpi um útlendinga ætluðu stjórnvöld hér að fara í þveröfuga átt en stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum varðandi móttöku hælisleitenda. Hér ætti að tryggja þeim sömu þjónustu og kvótaflóttamenn fengju Formaður Miðflokksins segir Íslendinga hafa þveröfuga stefnu miðað við Dani sem stefni að því að enginn sæki um hæli í Danmörku.Vísir/Vilhelm „Það ætti þá að ýta enn frekar undir fjölgunina hér. En eins og hæstvirtur ráðherra kannski veit eru umsóknir um hæli nú sexfalt fleiri hér á landi en í Danmörku og Noregi hlutfallslega,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra Danmerkur hefði sagt markmið stefnunnar þar að enginn sækti um hæli þar í landi og aðeins yrði tekið á móti kvótaflóttamönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki viss um hversu raunhæft það væri að stefna að því að enginn sækti um hæli hér á landi. Bjarni Benediktsson segir stjórnvöld hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot.Vísir/Vilhelm „Ég helt að þjóðir heims og hér í okkar heimshluta værum sammála um að við vildum samræma regluverk okkar sem mest og vera með mannúðlega stefnu,“ sagði Bjarni. Sem snérist um að bjóða fólki inn í samfélagið sem kæmi frá stríðshrjáðum svæðum og væri á flótta frá einhverjum hörmungum og gæti ekki snúið til baka. Bjarni sagði málsmeðferðartímann hins vegar verið allt of langan hjá allt of mörgu fólki sem sækti hér um hæli sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot. Formaður Miðflokksins sagði nýja stefnu Dana einmitt ætlað að bæta forgangsröðunina varðandi móttöku flóttamanna. „Forsætisráðherra Danmerkur talaði einmitt um að stefnubreytingin væri mun mannúðlegri heldur en sú aðferð sem íslensk stjórnvöld fylgja. Með nýju stefnunni væri hægt að hjálpa þeim sem þyrftu mest á hjálpinni að halda,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagðist trúa á alþjóðlegar lausnir. „Ég styð ekki breytingar sem leiða til þess að við sköpum hér, hvað eigum við að segja, lægsta þröskuldinn. Stærsta hliðið fyrir þann ótrúlega fjölda fólks sem er að leita sér að nýjum heimkynnum,“ sagði Bjarni. Íslendingar hefðu líka þá skyldu að læra af reynslunni. „Ég sé fyrir mér að við eigum að gera það sem að okkur snýr með myndarlegum hætti. Við höfum ofboðslega mikið undir því og eigum undir því sem samfélag að hjálpa þeim sem eru komnir til landsins og hafa fengið samþykkta stöðu sem alþjóðlegir flóttamenn eða hafa komið hingað í kvótaflótta prógrammi. Að þessu fólki takist vel til við að aðlagast samfélaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01 Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01
Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00