Bjarni segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með löngum málsmeðferðartíma Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 19:31 Fjármálaráðherra segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra. Hann styðjji ekki stefnu sem reisi hæstu hindranir í vegi þeirra sem leiti hælis á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að með frumvarpi um útlendinga ætluðu stjórnvöld hér að fara í þveröfuga átt en stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum varðandi móttöku hælisleitenda. Hér ætti að tryggja þeim sömu þjónustu og kvótaflóttamenn fengju Formaður Miðflokksins segir Íslendinga hafa þveröfuga stefnu miðað við Dani sem stefni að því að enginn sæki um hæli í Danmörku.Vísir/Vilhelm „Það ætti þá að ýta enn frekar undir fjölgunina hér. En eins og hæstvirtur ráðherra kannski veit eru umsóknir um hæli nú sexfalt fleiri hér á landi en í Danmörku og Noregi hlutfallslega,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra Danmerkur hefði sagt markmið stefnunnar þar að enginn sækti um hæli þar í landi og aðeins yrði tekið á móti kvótaflóttamönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki viss um hversu raunhæft það væri að stefna að því að enginn sækti um hæli hér á landi. Bjarni Benediktsson segir stjórnvöld hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot.Vísir/Vilhelm „Ég helt að þjóðir heims og hér í okkar heimshluta værum sammála um að við vildum samræma regluverk okkar sem mest og vera með mannúðlega stefnu,“ sagði Bjarni. Sem snérist um að bjóða fólki inn í samfélagið sem kæmi frá stríðshrjáðum svæðum og væri á flótta frá einhverjum hörmungum og gæti ekki snúið til baka. Bjarni sagði málsmeðferðartímann hins vegar verið allt of langan hjá allt of mörgu fólki sem sækti hér um hæli sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot. Formaður Miðflokksins sagði nýja stefnu Dana einmitt ætlað að bæta forgangsröðunina varðandi móttöku flóttamanna. „Forsætisráðherra Danmerkur talaði einmitt um að stefnubreytingin væri mun mannúðlegri heldur en sú aðferð sem íslensk stjórnvöld fylgja. Með nýju stefnunni væri hægt að hjálpa þeim sem þyrftu mest á hjálpinni að halda,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagðist trúa á alþjóðlegar lausnir. „Ég styð ekki breytingar sem leiða til þess að við sköpum hér, hvað eigum við að segja, lægsta þröskuldinn. Stærsta hliðið fyrir þann ótrúlega fjölda fólks sem er að leita sér að nýjum heimkynnum,“ sagði Bjarni. Íslendingar hefðu líka þá skyldu að læra af reynslunni. „Ég sé fyrir mér að við eigum að gera það sem að okkur snýr með myndarlegum hætti. Við höfum ofboðslega mikið undir því og eigum undir því sem samfélag að hjálpa þeim sem eru komnir til landsins og hafa fengið samþykkta stöðu sem alþjóðlegir flóttamenn eða hafa komið hingað í kvótaflótta prógrammi. Að þessu fólki takist vel til við að aðlagast samfélaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01 Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að með frumvarpi um útlendinga ætluðu stjórnvöld hér að fara í þveröfuga átt en stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum varðandi móttöku hælisleitenda. Hér ætti að tryggja þeim sömu þjónustu og kvótaflóttamenn fengju Formaður Miðflokksins segir Íslendinga hafa þveröfuga stefnu miðað við Dani sem stefni að því að enginn sæki um hæli í Danmörku.Vísir/Vilhelm „Það ætti þá að ýta enn frekar undir fjölgunina hér. En eins og hæstvirtur ráðherra kannski veit eru umsóknir um hæli nú sexfalt fleiri hér á landi en í Danmörku og Noregi hlutfallslega,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra Danmerkur hefði sagt markmið stefnunnar þar að enginn sækti um hæli þar í landi og aðeins yrði tekið á móti kvótaflóttamönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki viss um hversu raunhæft það væri að stefna að því að enginn sækti um hæli hér á landi. Bjarni Benediktsson segir stjórnvöld hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot.Vísir/Vilhelm „Ég helt að þjóðir heims og hér í okkar heimshluta værum sammála um að við vildum samræma regluverk okkar sem mest og vera með mannúðlega stefnu,“ sagði Bjarni. Sem snérist um að bjóða fólki inn í samfélagið sem kæmi frá stríðshrjáðum svæðum og væri á flótta frá einhverjum hörmungum og gæti ekki snúið til baka. Bjarni sagði málsmeðferðartímann hins vegar verið allt of langan hjá allt of mörgu fólki sem sækti hér um hæli sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot. Formaður Miðflokksins sagði nýja stefnu Dana einmitt ætlað að bæta forgangsröðunina varðandi móttöku flóttamanna. „Forsætisráðherra Danmerkur talaði einmitt um að stefnubreytingin væri mun mannúðlegri heldur en sú aðferð sem íslensk stjórnvöld fylgja. Með nýju stefnunni væri hægt að hjálpa þeim sem þyrftu mest á hjálpinni að halda,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagðist trúa á alþjóðlegar lausnir. „Ég styð ekki breytingar sem leiða til þess að við sköpum hér, hvað eigum við að segja, lægsta þröskuldinn. Stærsta hliðið fyrir þann ótrúlega fjölda fólks sem er að leita sér að nýjum heimkynnum,“ sagði Bjarni. Íslendingar hefðu líka þá skyldu að læra af reynslunni. „Ég sé fyrir mér að við eigum að gera það sem að okkur snýr með myndarlegum hætti. Við höfum ofboðslega mikið undir því og eigum undir því sem samfélag að hjálpa þeim sem eru komnir til landsins og hafa fengið samþykkta stöðu sem alþjóðlegir flóttamenn eða hafa komið hingað í kvótaflótta prógrammi. Að þessu fólki takist vel til við að aðlagast samfélaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01 Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01
Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00