Við ræðum líka Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í beinni útsendingu um framhaldið.
Stóru bankarnir þrír högnuðust um 17 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en töpuðu sjö milljörðum á sama tíma í fyrra. Við segjum frá þessum viðsnúningi í fréttatímanum.
Þá ræðum við við Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar, um hættu á gróðureldum en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum allt frá Eyjafjöllum að Snæfellsnesi.
Við segjum jafnframt frá því að eldstöðin í Fagradalsfjalli er til sölu. Landeigendur segja jörðina fala fyrir rétt verð og tilboð hafa þegar borist.