„Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 16:35 Theodór Ingi Pálmason og Ágúst Jóhannsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Theodór Ingi Pálmason segir að neðstu lið Olís-deild karla í handbolta séu það langt á eftir öðrum að vert sé að skoða það að fækka liðum í deildinni úr tólf í tíu. Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira