„Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 16:35 Theodór Ingi Pálmason og Ágúst Jóhannsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Theodór Ingi Pálmason segir að neðstu lið Olís-deild karla í handbolta séu það langt á eftir öðrum að vert sé að skoða það að fækka liðum í deildinni úr tólf í tíu. Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira