Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 11:31 Bólusett verður með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sem verða sprautaðir. vísir/Vilhelm Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. Nýgengni smita fer lækkandi þessa dagana og alls eru nú 173 í einangrun með veiruna hér á landi. Þá fækkar um hátt í hundrað og þrjátíu manns í sóttkví milli daga, alls eru nú 329 í sóttkví. Til stendur að fullbólusetja sex þúsund manns með bóluefni Janssen í dag en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af efninu. „Hópar sem við boðuðum í þessa bólusetningu eru leikskólakennarar og kennarar og áhafnir skipa og flugvéla sem eru að fara erlendis og jaðarhópar líka,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bóluefnið er boðið öllum yfir átján ára aldri. Nokkur umræða hefur verið um það eftir að dreifing var tímabundið stöðvuð vegna tengsla við sjaldgæfa tegund blóðtappa. Ákeðið var að hefja bólusetningar með efninu hér á landi eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós. Ragnheiður segir marga þó enn með spurningar. „Það er mjög mikið af spurningum sem dynja á okkur þannig við erum alltaf að biðja fólk um að sýna biðlund alls staðar. Það er gífurlegt álag á símkerfið og netspjallið og við höfum svo sem ekkert meiri svör en sóttvarnarlæknir gefur út. Það er að Jansen á að vera í lagi. Við höfum engin önnur svör en það er mikið verið að spyrja,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, hafa iðulega um áttatíu prósent boðaðara mætt í bólusetningu á tilsettum degi. Nokkuð er um að þeir ekki komast mæti á næsta degi þegar bólsett er með sama efni og telur hann að heildarmæting sé því um 85 til 90 prósent. Lítið sé um að fólk beinlínis afþakki bólusetningu. Skili fólk sér ekki í bólusetningu í dag verður haft samband við þá næstu á lista að sögn Ragnheiðar. „Við erum alltaf með plan. Planið í dag er að halda þá áfram með skólana, reyna að klára þá,“ segir hún. Þessi vika er sú stærsta hingað til í bólusetningum og hafa nú ríflega 115 þúsund manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Ragnheiður segir útlit fyrir að næsta vika verði aðeins rólegri en á morgun verða þeir skammtar sem til eru af AztraZeneca kláraðir og á föstudag verður seinni bólusetning með Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Nýgengni smita fer lækkandi þessa dagana og alls eru nú 173 í einangrun með veiruna hér á landi. Þá fækkar um hátt í hundrað og þrjátíu manns í sóttkví milli daga, alls eru nú 329 í sóttkví. Til stendur að fullbólusetja sex þúsund manns með bóluefni Janssen í dag en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af efninu. „Hópar sem við boðuðum í þessa bólusetningu eru leikskólakennarar og kennarar og áhafnir skipa og flugvéla sem eru að fara erlendis og jaðarhópar líka,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bóluefnið er boðið öllum yfir átján ára aldri. Nokkur umræða hefur verið um það eftir að dreifing var tímabundið stöðvuð vegna tengsla við sjaldgæfa tegund blóðtappa. Ákeðið var að hefja bólusetningar með efninu hér á landi eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós. Ragnheiður segir marga þó enn með spurningar. „Það er mjög mikið af spurningum sem dynja á okkur þannig við erum alltaf að biðja fólk um að sýna biðlund alls staðar. Það er gífurlegt álag á símkerfið og netspjallið og við höfum svo sem ekkert meiri svör en sóttvarnarlæknir gefur út. Það er að Jansen á að vera í lagi. Við höfum engin önnur svör en það er mikið verið að spyrja,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, hafa iðulega um áttatíu prósent boðaðara mætt í bólusetningu á tilsettum degi. Nokkuð er um að þeir ekki komast mæti á næsta degi þegar bólsett er með sama efni og telur hann að heildarmæting sé því um 85 til 90 prósent. Lítið sé um að fólk beinlínis afþakki bólusetningu. Skili fólk sér ekki í bólusetningu í dag verður haft samband við þá næstu á lista að sögn Ragnheiðar. „Við erum alltaf með plan. Planið í dag er að halda þá áfram með skólana, reyna að klára þá,“ segir hún. Þessi vika er sú stærsta hingað til í bólusetningum og hafa nú ríflega 115 þúsund manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Ragnheiður segir útlit fyrir að næsta vika verði aðeins rólegri en á morgun verða þeir skammtar sem til eru af AztraZeneca kláraðir og á föstudag verður seinni bólusetning með Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira