Fjögur ráðin til Kviku eignastýringar Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2021 10:36 Andri, Helen og Pétur hafa hafið störf en Sigurður hefur störf í síðari hluta maí. kvika Andri Stefan Guðrúnarson, Helen Ólafsdóttir, Pétur Richter og Sigurður Pétur Magnússon hafa öll verið ráðin til Kviku eignastýringar. Í tilkynningu segir að ráðningarnar komi samhliða auknum umsvifum félagsins og endurspegla þann vöxt sem félagið hefur búið við. „Andri Stefan Guðrúnarson hefur verið ráðinn sérfræðingur innan Kviku eignastýringar. Í upphafi mun hann starfa innan fjármála- og rekstrarsviðs félagsins en síðar flytjast yfir á sjóðastýringarsvið. Andri hefur áður starfað sem sérfræðingur og sjóðstjóri innan eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka. Andri er með BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í viðskiptafræði. Andri hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Helen Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á sjóðastýringarsviði og mun koma að rekstri kredit sjóða í rekstri félagsins. Helen hefur starfað frá 2009 hjá Arion banka og Stefni, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Helen er viðskiptafræðingur með MSc gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Pétur Richter hefur verið ráðinn sem fjárfestingarstjóri á framtakssjóðasviði. Hann mun koma að fjárfestingum fyrir Iðunni slhf., nýstofnuðum framtakssjóði á sviði lífvísinda og heilsutækni. Pétur hefur undanfarið unnið sem fyrirtækjaráðgjafi innan Deloitte. Áður starfaði Pétur hjá Arion banka og forverum hans í fyrirtækjaráðgjöf, fyrirtækjalausnum og markaðsviðskiptum. Pétur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Sigurður Pétur Magnússon hefur verið ráðinn sem áhættustjóri félagsins. Sigurður hefur starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu Arion banka frá 2015 og verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík frá 2016 og m.a. kennt áfanga í áhættustýringu við verkfræðideild skólans. Sigurður er með BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og PhD gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Við MIT starfaði Sigurður einnig við ýmsar rannsóknir á sviði reiknilegrar straumfræði. Andri, Helen og Pétur hafa hafið störf en Sigurður hefur störf í síðari hluta maí,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Í tilkynningu segir að ráðningarnar komi samhliða auknum umsvifum félagsins og endurspegla þann vöxt sem félagið hefur búið við. „Andri Stefan Guðrúnarson hefur verið ráðinn sérfræðingur innan Kviku eignastýringar. Í upphafi mun hann starfa innan fjármála- og rekstrarsviðs félagsins en síðar flytjast yfir á sjóðastýringarsvið. Andri hefur áður starfað sem sérfræðingur og sjóðstjóri innan eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka. Andri er með BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í viðskiptafræði. Andri hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Helen Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á sjóðastýringarsviði og mun koma að rekstri kredit sjóða í rekstri félagsins. Helen hefur starfað frá 2009 hjá Arion banka og Stefni, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Helen er viðskiptafræðingur með MSc gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Pétur Richter hefur verið ráðinn sem fjárfestingarstjóri á framtakssjóðasviði. Hann mun koma að fjárfestingum fyrir Iðunni slhf., nýstofnuðum framtakssjóði á sviði lífvísinda og heilsutækni. Pétur hefur undanfarið unnið sem fyrirtækjaráðgjafi innan Deloitte. Áður starfaði Pétur hjá Arion banka og forverum hans í fyrirtækjaráðgjöf, fyrirtækjalausnum og markaðsviðskiptum. Pétur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Sigurður Pétur Magnússon hefur verið ráðinn sem áhættustjóri félagsins. Sigurður hefur starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu Arion banka frá 2015 og verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík frá 2016 og m.a. kennt áfanga í áhættustýringu við verkfræðideild skólans. Sigurður er með BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og PhD gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Við MIT starfaði Sigurður einnig við ýmsar rannsóknir á sviði reiknilegrar straumfræði. Andri, Helen og Pétur hafa hafið störf en Sigurður hefur störf í síðari hluta maí,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira