Sögðu sæta sögu af Söru frá því að hún vann Filthy 150 mótið á Írlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir heillar alla upp úr skónum hvert sem hún fer hvort sem er með keppniskapi sínu eða vingjarnlegu viðmóti. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er tilbúin að gefa af sér, bæði í keppni en líka eftir keppni. Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira