Allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2021 21:15 Halldór Jóhann Sigfússon var ósáttur við leik sinna manna í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í kvöld, en Selfyssingar fengu Valsmenn í heimsókn í Hleðsluhöllina. Lokatölur 31-26, Valsmönnum í vil, og Halldór segir að liðinu hafi skort einbeitingu. „Þeir spila ekki vörn fyrstu mínúturnar og við erum komnir í 9-2 eða eitthvað svoleiðis en svo fara þeir bara að slást við okkur,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Mér fannst þeir fá að komast upp með ansi harkaleg brot, Alexander fer tvisvar út af í byrjun og ég held að við séum með svipað margar brottvísanir en ég gat ekki séð það á leiknum að harkan á milli liðana hafi verið svipuð. Mér fannst þeir bara fá að komast upp með það.“ Halldór segir að sínir menn hafi gefið eftir og ekki verið nógu einbeittir. „Við gáfum bara eftir og vorum lélegir í því. Við hefðum átt að taka miklu betur á móti þeim og ég er mjög ósáttur með að fá á okkur 31 mark. Ég held að það sé það mesta sem við höfum fengið á okkur í deildinni í vetur.“ „Við missum bara einbeitingu og gerum einföldu hlutina alveg afskaplega illa í dag á meðan þeir nýta sér alla sína styrkleika og gera það vel.“ Selfyssingar náðu sjö marka forskoti snemma leiks en köstuðu því fljótt frá sér. „Það er alveg ljóst að það sem strákarnir gerðu vel á fyrstu tíu mínútunum hljóta þeir að geta gert jafn vel á næstu 50. Ég veit ekki hvort menn hafi bara slakað á eða hvað. Ég trúi því nú varla.“ „Við vorum bara að gera illa. Við vorum að hlaupa allt of mikið með boltann og við erum ekki að hreyfa hann nóg. Þeir eru að hlaupa mikið út úr vörninni og við vorum ekki að ná að skila boltanum frá okkur. Við vorum svolítið kærulausir og bara ekki nærri því nógu aggressívir. Það verður að segjast eins og er og það eru bara allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir.“ „Auðvitað erum við með unga stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref og allt það á móti góðu og rútíneruðu Valsliði en mér finnst samt að við eigum að geta gert miklu betur á stórum köflum í leiknum.“ Selfyssingar fara norður á Akureyri þar sem þeir mæta Þórsurum næsta sunnudag. Halldór segir að liðið þurfi að gera betur til að eiga möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. „Eins og við höfum alltaf sagt þá tökum við bara einn leik í einu. Við náðum góðum sigri úti í Eyjum og það hefði svo sem átt að gefa okkur sjálfstraust til að spila allavega varnarleikinn betur í dag. Þetta er svolítið okkar saga í vetur að þegar við lendum í „blackouti“ í sókninni þá lendum við líka í því í vörninni.“ „Við eigum það til að missa einbeitingu þegar það gerist og það er klárlega það sem gerðist í dag. Á báðum endum vallarins missum við bara einbeitingu í langan, langan tíma.“ UMF Selfoss Valur Olís-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
„Þeir spila ekki vörn fyrstu mínúturnar og við erum komnir í 9-2 eða eitthvað svoleiðis en svo fara þeir bara að slást við okkur,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Mér fannst þeir fá að komast upp með ansi harkaleg brot, Alexander fer tvisvar út af í byrjun og ég held að við séum með svipað margar brottvísanir en ég gat ekki séð það á leiknum að harkan á milli liðana hafi verið svipuð. Mér fannst þeir bara fá að komast upp með það.“ Halldór segir að sínir menn hafi gefið eftir og ekki verið nógu einbeittir. „Við gáfum bara eftir og vorum lélegir í því. Við hefðum átt að taka miklu betur á móti þeim og ég er mjög ósáttur með að fá á okkur 31 mark. Ég held að það sé það mesta sem við höfum fengið á okkur í deildinni í vetur.“ „Við missum bara einbeitingu og gerum einföldu hlutina alveg afskaplega illa í dag á meðan þeir nýta sér alla sína styrkleika og gera það vel.“ Selfyssingar náðu sjö marka forskoti snemma leiks en köstuðu því fljótt frá sér. „Það er alveg ljóst að það sem strákarnir gerðu vel á fyrstu tíu mínútunum hljóta þeir að geta gert jafn vel á næstu 50. Ég veit ekki hvort menn hafi bara slakað á eða hvað. Ég trúi því nú varla.“ „Við vorum bara að gera illa. Við vorum að hlaupa allt of mikið með boltann og við erum ekki að hreyfa hann nóg. Þeir eru að hlaupa mikið út úr vörninni og við vorum ekki að ná að skila boltanum frá okkur. Við vorum svolítið kærulausir og bara ekki nærri því nógu aggressívir. Það verður að segjast eins og er og það eru bara allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir.“ „Auðvitað erum við með unga stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref og allt það á móti góðu og rútíneruðu Valsliði en mér finnst samt að við eigum að geta gert miklu betur á stórum köflum í leiknum.“ Selfyssingar fara norður á Akureyri þar sem þeir mæta Þórsurum næsta sunnudag. Halldór segir að liðið þurfi að gera betur til að eiga möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. „Eins og við höfum alltaf sagt þá tökum við bara einn leik í einu. Við náðum góðum sigri úti í Eyjum og það hefði svo sem átt að gefa okkur sjálfstraust til að spila allavega varnarleikinn betur í dag. Þetta er svolítið okkar saga í vetur að þegar við lendum í „blackouti“ í sókninni þá lendum við líka í því í vörninni.“ „Við eigum það til að missa einbeitingu þegar það gerist og það er klárlega það sem gerðist í dag. Á báðum endum vallarins missum við bara einbeitingu í langan, langan tíma.“
UMF Selfoss Valur Olís-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira