NRK segir frá því að konan hafi ferðast til Sýrlands sumarið 2013 og gengið í hjónaband með málaliðanum Bastian Vasquez sem starfaði innan Nusra-hreyfingarinnar og síðar ISIS.
Konan og Vasquez eignuðust saman tvö börn á meðan hún dvaldi í heimshlutanum. Fulltrúar norskra yfirvalda sóttu konuna og fluttu til Noregs í janúar 2020 eftir að eitt barna hennar hafði veikst alvarlega. Konan var handtekin við komuna til Noregs.
Réttarhöld í máli konunnar hófust 1. mars síðastliðinn. Verjandi konunnar fór fram á sýknu, en saksóknari fór fram á fjögurra ára fangelsi vegna brota konunnar á hryðjuverkalögunum.
Hún hefur verið í gæsluvarðhaldi í 402 daga sem munu nú dragast frá dómnum.