Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2021 08:57 Aðstaða sjúklinga er víða bág en þeir sem fá pláss eru heppnir. Aðrir deyja heima eða jafnvel fyrir utan sjúkrahúsin. epa/Idrees Mohammed Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. Súrefnisskortur er enn útbreiddur í landinu og öll sjúkrahús full. Þá anna bálstofur ekki eftirspurn. Margir sérfræðingar telja fjölda látinna raunar allt að fimm til tíu sinnum meiri en opinberar tölur gefa til kynna. „Eina leiðin til að stoppa útbreiðslu kórónuveirunnar er algjört útgöngubann,“ sagði Rahul Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á Twitter. Sagði hann aðgerðarleysi stjórnvalda hafa leitt til fjölda dauðsfalla. Undir þetta tekur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann hefur ráðlagt Indverjum að grípa til útgöngubanns á landsvísu og gera allt til að auka hraðann í bólusetningum til að koma böndum á útbreiðslu SARS-CoV-2. „Ástandið á Indlandi er afar alvarlegt,“ sagði hann. Útgöngubann er þegar í gildi í mörgum ríkjum og borgum, til dæmis Delí og Mumbai, en forsætisráðherrann Narendra Modi er sagður hafa veigrað sér við því að fyrirskipa harðar aðgerðir á landsvísu vegna efnahagslegra afleiðinga. Þegar gripið var til útgöngubanns á landsvísu í mars 2020 kom það harkalega niður á dagverkamönnum. Talið er að aðgerðirnar hafi ýtt 75 milljónum undir fátækramörk. Í Delí er unnið að því allan sólahringinn að brenna lík hinna látnu.epa/Idrees Mohammed Indverska heilbrigðiskrefið er hins vegar sprungið. Á mánudag létust 23 sjúklingar á spítala í ríkinu Karnataka þegar súrefnisbirgðirnar þrutu. Hæstiréttur Delí hefur ákveðið að refsa embættismönnum ef úthlutaðar súrefnisbirgðir berast ekki sjúkrahúsum. Í gær létust 448 af völdum Covid-19 í höfuðborginni í gær. Fyrir utan Lok Nayak-sjúkrahúsið, þar sem öll 1.500 Covid-19 plássin eru full, mátti sjá hvernig sjúkrabifreiðum var vísað á brott, með fárveika einstaklinga innanborðs. Þá beið þar fólk eftir því að fá afhentar jarðneskar leifar ástvina. „Móðir mín beið fyrir utan þetta sjúkrahús í sex tíma í gær en þeir vildu ekki hleypa henni inn, ekki einu sinni þegar súrefnismettunin var komin í 19 prósent,“ segir hin 29 ára Priyanka Gupta. „Það var bara þegar hún dó sem þeir tóku hana inn og nú veit ég ekki hvenær ég fæ hana til baka.“ Guardian fjallar um ástandið. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Súrefnisskortur er enn útbreiddur í landinu og öll sjúkrahús full. Þá anna bálstofur ekki eftirspurn. Margir sérfræðingar telja fjölda látinna raunar allt að fimm til tíu sinnum meiri en opinberar tölur gefa til kynna. „Eina leiðin til að stoppa útbreiðslu kórónuveirunnar er algjört útgöngubann,“ sagði Rahul Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á Twitter. Sagði hann aðgerðarleysi stjórnvalda hafa leitt til fjölda dauðsfalla. Undir þetta tekur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann hefur ráðlagt Indverjum að grípa til útgöngubanns á landsvísu og gera allt til að auka hraðann í bólusetningum til að koma böndum á útbreiðslu SARS-CoV-2. „Ástandið á Indlandi er afar alvarlegt,“ sagði hann. Útgöngubann er þegar í gildi í mörgum ríkjum og borgum, til dæmis Delí og Mumbai, en forsætisráðherrann Narendra Modi er sagður hafa veigrað sér við því að fyrirskipa harðar aðgerðir á landsvísu vegna efnahagslegra afleiðinga. Þegar gripið var til útgöngubanns á landsvísu í mars 2020 kom það harkalega niður á dagverkamönnum. Talið er að aðgerðirnar hafi ýtt 75 milljónum undir fátækramörk. Í Delí er unnið að því allan sólahringinn að brenna lík hinna látnu.epa/Idrees Mohammed Indverska heilbrigðiskrefið er hins vegar sprungið. Á mánudag létust 23 sjúklingar á spítala í ríkinu Karnataka þegar súrefnisbirgðirnar þrutu. Hæstiréttur Delí hefur ákveðið að refsa embættismönnum ef úthlutaðar súrefnisbirgðir berast ekki sjúkrahúsum. Í gær létust 448 af völdum Covid-19 í höfuðborginni í gær. Fyrir utan Lok Nayak-sjúkrahúsið, þar sem öll 1.500 Covid-19 plássin eru full, mátti sjá hvernig sjúkrabifreiðum var vísað á brott, með fárveika einstaklinga innanborðs. Þá beið þar fólk eftir því að fá afhentar jarðneskar leifar ástvina. „Móðir mín beið fyrir utan þetta sjúkrahús í sex tíma í gær en þeir vildu ekki hleypa henni inn, ekki einu sinni þegar súrefnismettunin var komin í 19 prósent,“ segir hin 29 ára Priyanka Gupta. „Það var bara þegar hún dó sem þeir tóku hana inn og nú veit ég ekki hvenær ég fæ hana til baka.“ Guardian fjallar um ástandið.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira