Engan sakaði nema gróðurinn, sem brann á nokkuð stóru svæði á milli Varmár og Leirvogsár. Ekki var um stærri eld að ræða en svo að hægt var að leysa málið á tiltölulega stuttri stundu.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er algengt að sinubrunar eigi upptök sín í eldi af mannavöldum en óljóst er hvað olli þessum. Sígaretta getur dugað til sem fleygt er út um bílglugga á ferð.

Eldurinn varð fyrir neðan hringtorgið þar sem ekið er inn í Mosfellsdal.