Lof og last fyrstu umferðar: Gömlu mennirnir, Leiknir, Pepsi Max, dómarar og margt fleira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2021 13:46 Óskar Örn og gömlu mennirnir í Pepsi Max deildinni stálu senunni í fyrstu umferð deildarinnar. Vísir/Vilhelm Fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Gömlu mennirnir Orðatiltækið „Lengi lifir í gömlum glæðum“ á svo sannarlega vel við um fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Í nær öllum leikjum umferðarinnar voru það gömlu mennirnir sem stálu fyrirsögnunum. Óskar Örn Hauksson opnaði markareikning sinn og KR á tímabilinu. Sölvi Geir Ottesen skoraði óvænt fyrir Víking. Matthías Vilhjálmsson skoraði í endurkomu sinni með FH. Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu í sigri Íslandsmeistara Vals á ÍA. Svona mætti lengi halda áfram. Leiknir Reykjavík Leiknir Reykjavík er í annað sinn í sögu félagsins í efstu deild. Sumarið 2015 byrjaði liðið á 3-0 sigri á Val en endaði á því að falla. Þó liðið hafi „aðeins“ náð markalausu jafntefli gegn Stjörnunni á laugardaginn þá á liðið skilið hrós. Guy Smit stóð sig frábærlega í markinu og Brynjar Hlöðversson var frábær í hjarta varnarinnar eftir að hafa lítið sem ekkert náð að spila á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla. Guy Smit átti frábæran leik í markinu hjá Leikni og Brynjar var öflugur í miðverðinum.Vísir/Vilhelm Stubbur Steinþór Már Auðunsson, eða einfaldlega Stubbur eins og hann er kallaður dagsdaglega, stóð í marki KA er liðið gerði markalaust jafntefli við HK í Kórnum á laugardag. Steinþór Már var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild á ferlinum eftir að hafa getið af sér gott orð með Magna Grenivík, Dalvík/Reyni og Völsung á undanförnum árum. Steinþór hélt hreinu og bjargaði stigi fyrri KA með frábærri vörslu í síðari hálfleik þegar Stefán Ljubicic slapp einn í gegn eftir slaka sendingu Dusan Brkovic. KR og Rúnar Kristinsson Stórleikur umferðarinnar var leikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. KR vann leikinn nokkuð sannfærandi 2-0, sjötti sigur KR í röð gegn Blikum í deild og bikar. Rúnar fær svo hrós fyrir að stilla liði sínu hárrétt upp og kaffæra Breiðablik í upphafi leiks. Last Breiðablik og Óskar Hrafn Þorvaldsson Blikum hefur verið spáð góðu gengi í sumar og þó það hafi vantað fjölda leikmanna í gær þá er það engin afsökun. Liðið náði aldrei neinum takti gegn KR og því fór sem fór. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfarateymi Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn tók fulla ábyrgð á frammistöðu liðsins er hann ræddi við Vísi eftir leik. „Ég skrifa þetta bara á stress. Við setjum menn í hlutverk sem þeir eru ekki vanir og ég þarf bara að taka það á mig. Byrjunin var ekki nógu góð, spennustigið var ekki gott og takturinn ekki góður. Á endanum er það auðvitað þjálfarans,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars eftir leik. Framherjar Aðeins voru sjö mörk skoruð í fyrstu umferð mótsins. Þó skrifa megi margt á slakan sóknarleik og mögulega varnarsinnað upplegg þjálfara liðanna þá fóru framherjar deildarinnar illa með góð færi. Kristján Flóki Finnbogason fékk mjög gott færi gegn Blikum. Thomas Mikkelsen var svo gott sem ósýnilegur í sama leik. Joey Gibbs fékk eitt ef ekki tvö góð færi í leik Keflavíkur og Víkings og þá brenndi Sævar Atli Magnússon af góðu færi fyrir Leikni Reykjavík. Pepsi Max-auglýsingin Aðeins mega 200 manns mæta á leikina og því hafa margir horft á leiki umferðarinnar heima í stofu. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Pepsi Max auglýsing – þessi sem er spiluð rúmlega fimm sinnum í kringum hvern leik – féll ekki í kramið hjá öllum. MAXTASTENOSUGARANDALWAYSLOVEANDPEPSIMAX strax farið að láta mig vilja henda sjónvarpinu mínu og það er bara ein umferð búin... — Oddur Bauer (@oddurbauer) May 2, 2021 Nýtt ár, sama "PEPSI MAX ALWAYS TASTE BUT NO SUGAR PEPSI MAX" auglýsingin #pepsimaxdeildin #ÞaðÞrotið pic.twitter.com/8JCF3C4ZhI— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) May 2, 2021 Dómarar Dómarar Pepsi Max-deildarinnar voru full spjaldaglaðir í fyrstu umferð. Alls fóru 34 gul spjöld á loft og þrjú rauð, þar af tvö þegar leikmaður fékk sitt annað gula spjald. Það var vitað að leikmenn yrðu ryðgaðir í fyrstu umferð eftir Covid-pásu stuttu fyrir mót og leikmenn æstir í að komast út á völlinn. Ef til vill hefðu dómarar landsins mátt kæla spjöldin aðeins og leyfa mönnum að pústa. Ívar Orri Kristjánsson lyfti gula spjaldinu alls níu sinnum í leik Breiðabliks og KR.Vísir/Vilhelm Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Keflavík 1-0| Víkingur sigrar nýliðana Víkingur R. og Keflavík mættust í fyrsta leik Pepsi Max-deildar karla þar sem Víkingur vann 1-0. 2. maí 2021 22:31 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Leiknir R. 0-0 | Markalaust í Garðabæ Stjarnan og Leiknir R. skildu jöfn í fyrsta leik gestanna í efstu deild í 6 ár. Lokatölur 0-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ. 1. maí 2021 22:25 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Klaufaleg brot urðu Fylki að falli Matthías Vilhjálmsson skoraði í sínum fyrsta leik með FH í áratug þegar liðið vann Fylki 2-0 í Árbæ í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. 1. maí 2021 22:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:53 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Gömlu mennirnir Orðatiltækið „Lengi lifir í gömlum glæðum“ á svo sannarlega vel við um fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Í nær öllum leikjum umferðarinnar voru það gömlu mennirnir sem stálu fyrirsögnunum. Óskar Örn Hauksson opnaði markareikning sinn og KR á tímabilinu. Sölvi Geir Ottesen skoraði óvænt fyrir Víking. Matthías Vilhjálmsson skoraði í endurkomu sinni með FH. Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu í sigri Íslandsmeistara Vals á ÍA. Svona mætti lengi halda áfram. Leiknir Reykjavík Leiknir Reykjavík er í annað sinn í sögu félagsins í efstu deild. Sumarið 2015 byrjaði liðið á 3-0 sigri á Val en endaði á því að falla. Þó liðið hafi „aðeins“ náð markalausu jafntefli gegn Stjörnunni á laugardaginn þá á liðið skilið hrós. Guy Smit stóð sig frábærlega í markinu og Brynjar Hlöðversson var frábær í hjarta varnarinnar eftir að hafa lítið sem ekkert náð að spila á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla. Guy Smit átti frábæran leik í markinu hjá Leikni og Brynjar var öflugur í miðverðinum.Vísir/Vilhelm Stubbur Steinþór Már Auðunsson, eða einfaldlega Stubbur eins og hann er kallaður dagsdaglega, stóð í marki KA er liðið gerði markalaust jafntefli við HK í Kórnum á laugardag. Steinþór Már var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild á ferlinum eftir að hafa getið af sér gott orð með Magna Grenivík, Dalvík/Reyni og Völsung á undanförnum árum. Steinþór hélt hreinu og bjargaði stigi fyrri KA með frábærri vörslu í síðari hálfleik þegar Stefán Ljubicic slapp einn í gegn eftir slaka sendingu Dusan Brkovic. KR og Rúnar Kristinsson Stórleikur umferðarinnar var leikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. KR vann leikinn nokkuð sannfærandi 2-0, sjötti sigur KR í röð gegn Blikum í deild og bikar. Rúnar fær svo hrós fyrir að stilla liði sínu hárrétt upp og kaffæra Breiðablik í upphafi leiks. Last Breiðablik og Óskar Hrafn Þorvaldsson Blikum hefur verið spáð góðu gengi í sumar og þó það hafi vantað fjölda leikmanna í gær þá er það engin afsökun. Liðið náði aldrei neinum takti gegn KR og því fór sem fór. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfarateymi Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn tók fulla ábyrgð á frammistöðu liðsins er hann ræddi við Vísi eftir leik. „Ég skrifa þetta bara á stress. Við setjum menn í hlutverk sem þeir eru ekki vanir og ég þarf bara að taka það á mig. Byrjunin var ekki nógu góð, spennustigið var ekki gott og takturinn ekki góður. Á endanum er það auðvitað þjálfarans,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars eftir leik. Framherjar Aðeins voru sjö mörk skoruð í fyrstu umferð mótsins. Þó skrifa megi margt á slakan sóknarleik og mögulega varnarsinnað upplegg þjálfara liðanna þá fóru framherjar deildarinnar illa með góð færi. Kristján Flóki Finnbogason fékk mjög gott færi gegn Blikum. Thomas Mikkelsen var svo gott sem ósýnilegur í sama leik. Joey Gibbs fékk eitt ef ekki tvö góð færi í leik Keflavíkur og Víkings og þá brenndi Sævar Atli Magnússon af góðu færi fyrir Leikni Reykjavík. Pepsi Max-auglýsingin Aðeins mega 200 manns mæta á leikina og því hafa margir horft á leiki umferðarinnar heima í stofu. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Pepsi Max auglýsing – þessi sem er spiluð rúmlega fimm sinnum í kringum hvern leik – féll ekki í kramið hjá öllum. MAXTASTENOSUGARANDALWAYSLOVEANDPEPSIMAX strax farið að láta mig vilja henda sjónvarpinu mínu og það er bara ein umferð búin... — Oddur Bauer (@oddurbauer) May 2, 2021 Nýtt ár, sama "PEPSI MAX ALWAYS TASTE BUT NO SUGAR PEPSI MAX" auglýsingin #pepsimaxdeildin #ÞaðÞrotið pic.twitter.com/8JCF3C4ZhI— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) May 2, 2021 Dómarar Dómarar Pepsi Max-deildarinnar voru full spjaldaglaðir í fyrstu umferð. Alls fóru 34 gul spjöld á loft og þrjú rauð, þar af tvö þegar leikmaður fékk sitt annað gula spjald. Það var vitað að leikmenn yrðu ryðgaðir í fyrstu umferð eftir Covid-pásu stuttu fyrir mót og leikmenn æstir í að komast út á völlinn. Ef til vill hefðu dómarar landsins mátt kæla spjöldin aðeins og leyfa mönnum að pústa. Ívar Orri Kristjánsson lyfti gula spjaldinu alls níu sinnum í leik Breiðabliks og KR.Vísir/Vilhelm
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Keflavík 1-0| Víkingur sigrar nýliðana Víkingur R. og Keflavík mættust í fyrsta leik Pepsi Max-deildar karla þar sem Víkingur vann 1-0. 2. maí 2021 22:31 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Leiknir R. 0-0 | Markalaust í Garðabæ Stjarnan og Leiknir R. skildu jöfn í fyrsta leik gestanna í efstu deild í 6 ár. Lokatölur 0-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ. 1. maí 2021 22:25 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Klaufaleg brot urðu Fylki að falli Matthías Vilhjálmsson skoraði í sínum fyrsta leik með FH í áratug þegar liðið vann Fylki 2-0 í Árbæ í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. 1. maí 2021 22:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:53 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Keflavík 1-0| Víkingur sigrar nýliðana Víkingur R. og Keflavík mættust í fyrsta leik Pepsi Max-deildar karla þar sem Víkingur vann 1-0. 2. maí 2021 22:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Leiknir R. 0-0 | Markalaust í Garðabæ Stjarnan og Leiknir R. skildu jöfn í fyrsta leik gestanna í efstu deild í 6 ár. Lokatölur 0-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ. 1. maí 2021 22:25
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Klaufaleg brot urðu Fylki að falli Matthías Vilhjálmsson skoraði í sínum fyrsta leik með FH í áratug þegar liðið vann Fylki 2-0 í Árbæ í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. 1. maí 2021 22:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 2-0 | Valsmenn hófu titilvörnina með sigri Íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína með 2-0 sigri á ÍA á Origo-vellinum í kvöld. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mark Valsmanna. 30. apríl 2021 22:53