Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 28-32 | Eyjamenn aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 3. maí 2021 20:50 Grótta - ÍR Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Jafnræði var aðal einkennismerki fyrri hálfleiksins og fyrstu tuttugumínútur leiksins var hið mesta tvö mörk sem var á milli liðana. Grótta tók þá gott áhlaup og komust þremur mörkum yfir 11 - 9. ÍBV svöruðu þeim kafla með fjórum mörkum í röð sem setti þá í bílstjórasætið. Hákon Daði skoraði síðan flautumark frá miðbænum sem lokaði fyrri hálfleik og staðan 14 - 15. Seinni hálfleikurinn byrjaði líkt og sá fyrri, jafnræði var með liðunum þangað til ÍBV setti í annan gír síðasta korterið. Áhlaup Eyjamann kom þeim fjórum mörkum yfir á stuttum kafla sem neyddi Arnar Daða í leikhlé sem var allt annað en sáttur með spilamennsku Gróttu. ÍBV hélt síðan sjó út leikinn og var niðurstaðan fjögurra marka sigur ÍBV 28 - 32 og Eyjamenn komnir aftur á sigurbraut. Af hverju vann ÍBV ÍBV átti góðan kafla um miðjan seinni hálfleik þar sem þeir náðu upp góðri vörn sem þeir fylgdu eftir sóknarlega sem kom þeim í stöðuna 23 - 27 og þá var dagskrá lokið. Hverjir stóðu upp úr Báðir hornamenn ÍBV áttu góðan leik þeir Hákon Daði Styrmisson og Theadór Sigurbjörnsson. Hákon Daði skoraði 7 mörk úr 8 skotum á meðan Theadór skoraði 6 mörk úr 7 skotum. Daníel Örn Griffin lét til sín taka á móti uppeldisfélaginu sínu og áttu þeir oft í vandræðum með hann þegar hann nýtti styrk sinn og kraft. Daníel gerði 6 mörk úr 10 skotum. Hvað gekk illa? Markvarsla Gróttu var ekki góð í dag Stefán Huldar Stefánsson varði aðeins sex skot sem er aðeins 18.2% markvarsla. Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst á sunnudaginn kemur. ÍBV fær heimaleik á móti Stjörnunni klukkan 16:00 og verður sá leikur sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast við Valur og Grótta í Valsheimilinu. Kristinn Guðmundsson: Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik vann leikinn Kristinn var ánægður með sigurinnVísir/Bára „Varnarleikurinn okkar í seinni hálfleik var það sem kláraði þetta, við fórum að einblína meira á okkur sjálfa í seinni hálfleik og er ég mjög sáttur með niðurstöðuna því það er erfitt að spila á móti Gróttu," sagði Kristinn þjálfari ÍBV Hákon Daði skoraði mark rétt áður en flautað var til hálfleiks sem setti ÍBV í tveggja marka forrystu þegar haldið var til búningsklefa. „Það er mjög stutt á milli í þessu, þeir gátu jafnað úr víti, það var því kærkomið að vera tveimur mörkum yfir í staðinn fyrir að leikurinn væri jafn, við töluðum því um í hálfleik að setja einbeitinguna á okkar leik og því sem við gátum stjórnað." Kristinn hrósaði Gróttu liðinu sem hafa spilað vel í allan vetur sem gerir það að verkum að öll lið í deildinni verða að vera með fulla einbeitingu þegar þeir mæta Gróttu liðinu. „Arnór Viðarsson var góður í hægri skyttunni, við erum með 16 leikmenn á skýrslu og notum hópinn vel, vegna þess þeir eru góðir, Gabríel skilaði góðu verki úr hægri skyttunni á móti Fram, Arnór var góður í dag svo við notum bara það sem við höfum og leysum þetta," sagði Kristinn um hægri skyttu stöðu liðsins. Arnar Daði: Létum dóma fara í taugarnar á okkur Arnar Daði hefði viljað sjá betri markvörslu hjá sínu liði í kvöldVísir/Elín „Úrslit leiksins gáfu rétta mynd af leiknum, við vorum slakir í seinni hálfleik og því endaði þetta svona," sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu Arnar var svekktur með að fá á sig mark í blálokinn á fyrri hálfleik þar sem þeir höfðu rétt á undan klikkað víti og ÍBV tveimur mörkum yfir í hálfleik 14 - 16. „Það var svekkjandi að skora ekki úr vítinu sem við fengum síðan í bakið á okkur og gerði það að verkum að við fórum að elta í enn eitt skiptið." Arnar var ekki sáttur með hvernig liðið spilaði eftir að Grótta jafnaði í 19 - 19 og fannst einnig hallað á hans lið í dómgæslunni. „Það voru margir 50/50 dómar sem féllu ekki með okkur sem við létum fara í taugarnar á okkur sem hefur ekki gerst oft í vetur, þetta fór sérstaklega í taugarnar á mér vegna þess þetta eru góðir strákar sem voru að dæma leikinn," sagði Arnar en viðurkenndi að þetta gætu hafa verið réttir dómar þó honum hafi ekki fundist það þá. „Þetta voru sóknarbrot, menn að stíga útaf og á línu, þegar við ætlum að stoppa Kára verðum við að velja og hafna, við gerðum þá ráð fyrir að fá varða bolta frá Stefáni Huldar sem komu ekki, svo það var margt sem fór úrskeiðis á þessum kafla." Arnar talaði um að miða við að Stefán Huldar varði aðeins 6 bolta þá hefði ÍBV alveg getað skorað fleiri mörk en barrátta liðsins gerði það að verkum að svo var ekki. „Ég var ánægður með hvernig strákarnir djöfluðust í Kára, hann er naut sterkur og það þurfa að vera tveir á honum. Kári gerði 10 mörk á okkur seinast en aðeins 3 mörk í dag, en þá opnaðist bara önnur svæði." Olís-deild karla Grótta ÍBV
Jafnræði var aðal einkennismerki fyrri hálfleiksins og fyrstu tuttugumínútur leiksins var hið mesta tvö mörk sem var á milli liðana. Grótta tók þá gott áhlaup og komust þremur mörkum yfir 11 - 9. ÍBV svöruðu þeim kafla með fjórum mörkum í röð sem setti þá í bílstjórasætið. Hákon Daði skoraði síðan flautumark frá miðbænum sem lokaði fyrri hálfleik og staðan 14 - 15. Seinni hálfleikurinn byrjaði líkt og sá fyrri, jafnræði var með liðunum þangað til ÍBV setti í annan gír síðasta korterið. Áhlaup Eyjamann kom þeim fjórum mörkum yfir á stuttum kafla sem neyddi Arnar Daða í leikhlé sem var allt annað en sáttur með spilamennsku Gróttu. ÍBV hélt síðan sjó út leikinn og var niðurstaðan fjögurra marka sigur ÍBV 28 - 32 og Eyjamenn komnir aftur á sigurbraut. Af hverju vann ÍBV ÍBV átti góðan kafla um miðjan seinni hálfleik þar sem þeir náðu upp góðri vörn sem þeir fylgdu eftir sóknarlega sem kom þeim í stöðuna 23 - 27 og þá var dagskrá lokið. Hverjir stóðu upp úr Báðir hornamenn ÍBV áttu góðan leik þeir Hákon Daði Styrmisson og Theadór Sigurbjörnsson. Hákon Daði skoraði 7 mörk úr 8 skotum á meðan Theadór skoraði 6 mörk úr 7 skotum. Daníel Örn Griffin lét til sín taka á móti uppeldisfélaginu sínu og áttu þeir oft í vandræðum með hann þegar hann nýtti styrk sinn og kraft. Daníel gerði 6 mörk úr 10 skotum. Hvað gekk illa? Markvarsla Gróttu var ekki góð í dag Stefán Huldar Stefánsson varði aðeins sex skot sem er aðeins 18.2% markvarsla. Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst á sunnudaginn kemur. ÍBV fær heimaleik á móti Stjörnunni klukkan 16:00 og verður sá leikur sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast við Valur og Grótta í Valsheimilinu. Kristinn Guðmundsson: Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik vann leikinn Kristinn var ánægður með sigurinnVísir/Bára „Varnarleikurinn okkar í seinni hálfleik var það sem kláraði þetta, við fórum að einblína meira á okkur sjálfa í seinni hálfleik og er ég mjög sáttur með niðurstöðuna því það er erfitt að spila á móti Gróttu," sagði Kristinn þjálfari ÍBV Hákon Daði skoraði mark rétt áður en flautað var til hálfleiks sem setti ÍBV í tveggja marka forrystu þegar haldið var til búningsklefa. „Það er mjög stutt á milli í þessu, þeir gátu jafnað úr víti, það var því kærkomið að vera tveimur mörkum yfir í staðinn fyrir að leikurinn væri jafn, við töluðum því um í hálfleik að setja einbeitinguna á okkar leik og því sem við gátum stjórnað." Kristinn hrósaði Gróttu liðinu sem hafa spilað vel í allan vetur sem gerir það að verkum að öll lið í deildinni verða að vera með fulla einbeitingu þegar þeir mæta Gróttu liðinu. „Arnór Viðarsson var góður í hægri skyttunni, við erum með 16 leikmenn á skýrslu og notum hópinn vel, vegna þess þeir eru góðir, Gabríel skilaði góðu verki úr hægri skyttunni á móti Fram, Arnór var góður í dag svo við notum bara það sem við höfum og leysum þetta," sagði Kristinn um hægri skyttu stöðu liðsins. Arnar Daði: Létum dóma fara í taugarnar á okkur Arnar Daði hefði viljað sjá betri markvörslu hjá sínu liði í kvöldVísir/Elín „Úrslit leiksins gáfu rétta mynd af leiknum, við vorum slakir í seinni hálfleik og því endaði þetta svona," sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu Arnar var svekktur með að fá á sig mark í blálokinn á fyrri hálfleik þar sem þeir höfðu rétt á undan klikkað víti og ÍBV tveimur mörkum yfir í hálfleik 14 - 16. „Það var svekkjandi að skora ekki úr vítinu sem við fengum síðan í bakið á okkur og gerði það að verkum að við fórum að elta í enn eitt skiptið." Arnar var ekki sáttur með hvernig liðið spilaði eftir að Grótta jafnaði í 19 - 19 og fannst einnig hallað á hans lið í dómgæslunni. „Það voru margir 50/50 dómar sem féllu ekki með okkur sem við létum fara í taugarnar á okkur sem hefur ekki gerst oft í vetur, þetta fór sérstaklega í taugarnar á mér vegna þess þetta eru góðir strákar sem voru að dæma leikinn," sagði Arnar en viðurkenndi að þetta gætu hafa verið réttir dómar þó honum hafi ekki fundist það þá. „Þetta voru sóknarbrot, menn að stíga útaf og á línu, þegar við ætlum að stoppa Kára verðum við að velja og hafna, við gerðum þá ráð fyrir að fá varða bolta frá Stefáni Huldar sem komu ekki, svo það var margt sem fór úrskeiðis á þessum kafla." Arnar talaði um að miða við að Stefán Huldar varði aðeins 6 bolta þá hefði ÍBV alveg getað skorað fleiri mörk en barrátta liðsins gerði það að verkum að svo var ekki. „Ég var ánægður með hvernig strákarnir djöfluðust í Kára, hann er naut sterkur og það þurfa að vera tveir á honum. Kári gerði 10 mörk á okkur seinast en aðeins 3 mörk í dag, en þá opnaðist bara önnur svæði."
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti