Listamenn telja bæjarstjóra Hafnarfjarðar beita ritskoðun með því að fjarlægja listaverk tengt stjórnarskránni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:22 Hér má sjá listaverk Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro á vegg Hafnarborgar áður en það var fjarlægt. Listamenn segja bæjarstjóra Hafnarfjarðar hafa gerst seka um ritskoðun þegar verk sem tengist nýju stjórnarskránni var fjarlægt af vegg Hafnarborgar í gær. Bæjarstjóri segir tilskilin leyfi ekki hafa verið fyrir hendi. Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“ Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“
Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira