Ruiz mætir Chris Arreola í Kaliforníu á morgun. Það er fyrsti bardagi hans í sautján mánuði, eða síðan hann tapaði fyrir Anthony Joshua í desember 2019.
Ruiz vann afar óvæntan sigur á Joshua í júní 2019. Hann villtist af leið eftir bardagann, djammaði óhóflega og bætti mikið á sig. Þegar hann mætti Joshua sex mánuðum síðar var hann í slæmu formi og tapaði bardaganum sannfærandi.
Eftir tapið ákvað Ruiz að taka sig og skipti meðal annars um þjálfara. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Mexíkóinn er 25 kg léttari en í seinni bardaganum gegn Joshua og klár í slaginn á ný.
„Ég drap gamla Andy og nýi Andy fæddist,“ sagði Ruiz. „Ég þrái heimsmeistaratilinn meira en nokkru sinni fyrr vegna þess hvernig ég tapaði. Ef ég hefði verið í þessu formi hefði ég sigrað Ruiz.“
Ruiz hefur unnið 33 af 35 bardögum sínum á ferlinum, þar af 22 með rothöggi.