Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 20:01 Hulda Geirsdóttir biður fólk um að virða merkingar á reiðvegum. Vísir/Arnar Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt. Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt.
Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira