„Kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2021 07:01 Salka Sól varð fyrir miklu einelti á sínum tíma. Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld hefur verið fyrirferðarmikil í skemmtanabransanum hér á landi í nokkur ár. Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið