Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2021 14:53 Alls eru 34 í einangrun á Suðurlandi. Elín Freyja Hauksdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm/HSU Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12
Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10
Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19