Ekkert sem bendir til þess hérlendis að breska afbrigðið sé skæðara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 11:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að hið svokallaða breska afbirgði Covid-19 sé álíka skætt og afbrigðin sem Íslendingar glímdu við fyrr í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur kom inn á þá umræðu sem hefur áður átt sér stað að breska afbrigðið væri mögulega alvarlegra en önnur afbrigði SARS-CoV-2 en sagði að ef horft væri til sjúkrahúsinnlagna þá hefðu þær verið um 2,5 prósent frá 20. mars síðastliðnum. Þetta væri svipað, jafnvel aðeins minna, en við sáum fyrr í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði tölurnar, níu einstaklingar af um 360, litlar og því bæri að vara varlega í að alhæfa en sagði smithæfni afbrigðisins einnig virðast svipað og annarra afbrigða. Þannig hefðu 220 einstaklingar af 3.500 í sóttkví greinst frá 1. mars, sem væri um sex prósent. Þórólfur sagðist því búast við því að ef samfélagsleg útbreiðsla veirunnar yrði mikil nú, yrði atburðarásin svipuð og fyrr í faraldrinum. Einhver en óljós samfélagsleg útbreiðsla Fjórir liggja inni á Landspítalanum en enginn á gjörgæslu. Um 1.700 sýni voru tekin í gær, að sögn sóttvarnalæknis. Hann sagðist að ekki hefði tekist að ná utan um þær hópsýkingar sem nú væru uppi í samfélaginu og þá væri áhyggjuefni að enn væru að greinast smit sem væri ekki hægt að rekja til áður greindra smita. Þórólfur sagði útbreiðslu veirunnar í samfélaginu einhverja en ómögulegt væri að segja til um hversu mikil hún væri. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum benti þó ekki til þess að hún væri mikil. Um 450 dvelja nú á sóttkvíarhótelum og segir Þórólfur aðgerðir á landamærunum ganga vel. Smit á landamærunum hefðu verið tvö í gær og hefði fækkað undanfarna daga. Átti hann þó ekki skýringu á því hvers vegna það væri. Þórólfur sagðist gera ráð fyrir því að skila ráðherra minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða um helgina en vildi ekki tjá sig um það efnislega á þessari stundu. Lauk hann máli sínu með því að ítreka enn og aftur að fólk færi í sýnatökum við minnstu einkenni, sinnti persónulegum sóttvörnum og forðaðist hópamyndun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þórólfur kom inn á þá umræðu sem hefur áður átt sér stað að breska afbrigðið væri mögulega alvarlegra en önnur afbrigði SARS-CoV-2 en sagði að ef horft væri til sjúkrahúsinnlagna þá hefðu þær verið um 2,5 prósent frá 20. mars síðastliðnum. Þetta væri svipað, jafnvel aðeins minna, en við sáum fyrr í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði tölurnar, níu einstaklingar af um 360, litlar og því bæri að vara varlega í að alhæfa en sagði smithæfni afbrigðisins einnig virðast svipað og annarra afbrigða. Þannig hefðu 220 einstaklingar af 3.500 í sóttkví greinst frá 1. mars, sem væri um sex prósent. Þórólfur sagðist því búast við því að ef samfélagsleg útbreiðsla veirunnar yrði mikil nú, yrði atburðarásin svipuð og fyrr í faraldrinum. Einhver en óljós samfélagsleg útbreiðsla Fjórir liggja inni á Landspítalanum en enginn á gjörgæslu. Um 1.700 sýni voru tekin í gær, að sögn sóttvarnalæknis. Hann sagðist að ekki hefði tekist að ná utan um þær hópsýkingar sem nú væru uppi í samfélaginu og þá væri áhyggjuefni að enn væru að greinast smit sem væri ekki hægt að rekja til áður greindra smita. Þórólfur sagði útbreiðslu veirunnar í samfélaginu einhverja en ómögulegt væri að segja til um hversu mikil hún væri. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum benti þó ekki til þess að hún væri mikil. Um 450 dvelja nú á sóttkvíarhótelum og segir Þórólfur aðgerðir á landamærunum ganga vel. Smit á landamærunum hefðu verið tvö í gær og hefði fækkað undanfarna daga. Átti hann þó ekki skýringu á því hvers vegna það væri. Þórólfur sagðist gera ráð fyrir því að skila ráðherra minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða um helgina en vildi ekki tjá sig um það efnislega á þessari stundu. Lauk hann máli sínu með því að ítreka enn og aftur að fólk færi í sýnatökum við minnstu einkenni, sinnti persónulegum sóttvörnum og forðaðist hópamyndun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira