Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Grunnskólanum í Þorlákshöfn var breytt í skimunarstöð í morgun enda allir nemendur heima á meðan reynt er að grípa í taumana á hópsýkingu í bæjarfélaginu. Við verðum í beinni útsendingu frá Þorlákshöfn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjórann og skólastjóra grunnskólans.

Í dag var stærsti bólusetningardagurinn á Íslandi þegar um níu þúsund manns fengu bóluefni AstraZeneca. Við sýnum frá stemningunni í Höllinni og þegar Þórólfur Guðnason mætti á staðinn til að fá sprautu og var fagnað af öðrum í bólusetningu með klappi.

Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir íkveikju á Bræðraborgarstíg í fyrra, var lagður inn á spítala skömmu fyrir brunann. Geðlæknar telja að áfall sem hann fékk á spítalanum hafi komið andlegum veikindum hans af stað. Við höldum áfram að greina frá aðalmeðferð í málinu.

Í fréttatímanum förum við líka í heimsókn til Þórðar Tómassonar í Skógum sem á hundrað ára afmæli í dag. Hann ber aldurinn vel og segir okkur frá óútgefnum bókum í vinnslu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×