Gummi Ben um breytinguna á Pepsi Max Stúkunni: Þetta er bara nútíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 16:40 Guðmundur Benediktsson stýrir áfram Pepsi Max Stúkunni í sumar. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og félagar fara aftur af stað með Pepsi Max stúkuna í kvöld en þá verður spáð í spilin fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira