Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 23:48 Réttarteikning af Maxwell (t.h.) AP Photo/Elizabeth Williams Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila