Grunnskólanemi í Þorlákshöfn greindist smitaður Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 19:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Magnús Hlynur Viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn verður fært upp um stig eftir að grunnskólanemandi í bænum greindist smitaður af Covid-19 í dag, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Hann segir yfirvöld undir það búin að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira