Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2021 14:31 Fundurinn hefst klukkan 15. Lögreglan Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira