Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2021 12:29 Hátt í 300 manns komast fyrir í salnum hverju sinni. Vísir/Vilhelm Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. Vel hefur gengið að bólusetja það sem af er degi og stutt bið í röð. Allt að 140 manns eru bólusettir í hverri lotu fyrir sig og hver lotan bólusett á fætur annarri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum í morgun og fangaði stemninguna. Í dag verður notast við bóluefnið frá Pfizer og fólk bólusett með undirliggjandi sjúkdóma. Á morgun hefur fólk 60 ára og eldra verið boðað í bólusetningu en þá verður notast við bóluefnið frá AstraZeneca. Löng röð myndaðist í morgun en það gekk greiðlega að komast inn.Vísir/Vilhelm Á fimmtudaginn verður síðan haldið áfram niður aldurslistann í 60 ára og eldri hópnum. RÚV hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að straumlínulaga bólusetningarferlið þannig að það taki skemmri tíma. Þannig sé stefnt að því að bólusetja sex þúsund í dag en 9.500 á morgun og þaðan í frá, svo lengi sem nægt bóluefni sé til. Allt að fjórtán heilbrigðisstarfsmenn munduðu sprautuna á hverjum tíma, í mjög svo samstilltu átaki.Vísir/Vilhelm Allir sem þiggja bólusetningu þurfa að mæta með skilríki og grímu. „Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef heilsugæslunnar. Lögregla stjórnaði umferð inn og út úr salnum og fylgdist með því að allt gekk vel.Vísir/Vilhelm Þegar fólk hafði komið sér fyrir var heilbrigðisstarfsfólkið hrópað af stað og gekk svo skipulega á röðina.Vísir/Vilhelm Bólusettu fengu leiðbeiningar um að vera kyrrir í um 15 mínútur og upplýstir um að þeir fengju seinni skammtinn eftir þrjár til fjórar vikur.Vísir/Vilhelm Allt í góðu hér!Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Vel hefur gengið að bólusetja það sem af er degi og stutt bið í röð. Allt að 140 manns eru bólusettir í hverri lotu fyrir sig og hver lotan bólusett á fætur annarri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum í morgun og fangaði stemninguna. Í dag verður notast við bóluefnið frá Pfizer og fólk bólusett með undirliggjandi sjúkdóma. Á morgun hefur fólk 60 ára og eldra verið boðað í bólusetningu en þá verður notast við bóluefnið frá AstraZeneca. Löng röð myndaðist í morgun en það gekk greiðlega að komast inn.Vísir/Vilhelm Á fimmtudaginn verður síðan haldið áfram niður aldurslistann í 60 ára og eldri hópnum. RÚV hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að straumlínulaga bólusetningarferlið þannig að það taki skemmri tíma. Þannig sé stefnt að því að bólusetja sex þúsund í dag en 9.500 á morgun og þaðan í frá, svo lengi sem nægt bóluefni sé til. Allt að fjórtán heilbrigðisstarfsmenn munduðu sprautuna á hverjum tíma, í mjög svo samstilltu átaki.Vísir/Vilhelm Allir sem þiggja bólusetningu þurfa að mæta með skilríki og grímu. „Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef heilsugæslunnar. Lögregla stjórnaði umferð inn og út úr salnum og fylgdist með því að allt gekk vel.Vísir/Vilhelm Þegar fólk hafði komið sér fyrir var heilbrigðisstarfsfólkið hrópað af stað og gekk svo skipulega á röðina.Vísir/Vilhelm Bólusettu fengu leiðbeiningar um að vera kyrrir í um 15 mínútur og upplýstir um að þeir fengju seinni skammtinn eftir þrjár til fjórar vikur.Vísir/Vilhelm Allt í góðu hér!Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira